Kennaranámskeið fellt niður vegna dræmrar þátttöku

Fræðslunámskeið fyrir kennara og annað starfsfólk grunnskóla um skólagöngu barna með athyglisbrest og ofvirkni sem fyrirhugað var að halda nú í febrúar hefur verið fellt niður. Þátttaka var svo dræm að ekki er grundvöllur til að halda námskeiðið. Hugað verður að samskonar námskeiði með vorinu.

Leyndardómar heilans í fleiri verslanir

Bóksala stúdenta og Mál og Menning hafa tekið bók Ara Tuckman, "Leyndardómar heilans - láttu verkin tala" í sölu.

Að lifa af helgina: Spjallfundur á morgun - miðvikudag 4. febrúar

Efnt verður til spjallfundar fyrir foreldra og forráðamenn á morgun, miðvikudag 4. febrúar 2015. Sigurvin Lárus Jónsson prestur leiðir fundinn en yfirskrift hans er "Að lifa af helgina". Fundurinn verður að Háaleitisbraut 13 - 2.hæð og hefst klukkan 20:30. Allir velkomnir í kaffi og notalega stund án endurgjalds.

"Leyndardómar heilans" í sölu hjá Eymundsson

Bók Ara Tuckman, "Leyndardómar heilans - láttu verkin tala" er komin í sölu hjá bókaverslunum Eymundsson.

Endurskoðun umönnunargreiðslna hefst á ný

Vinna við endurskoðun umönnunargreiðslna til foreldra fatlaðra og langveikra barna hefur ekki enn farið fram vegna anna í öðrum verkefnum innan velferðarráðuneytisins. Skipaður hefur verið starfshópur sem mun hefja störf á allra næstu dögum. Þetta kom meðal annars fram í svari Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra við fyrirspurn Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar og formanns velferðarnefndar þingsins. Ráðherra reiknar með að starfshópurinn þurfi eitt ár til að fara vel yfir málin og að skýrslu verði skilað í árslok 2015.

Spjallfundur fyrir fullorðna - Kvíði

Munið eftir spjallfundinum í kvöld! Elín Hoe Hinriksdóttir, sérkennari og formaður ADHD samtakanna leiðir fundinn.

Fræðslufyrirlestur: Þjónusta við börn með ADHD - staða og stefna

ADHD samtökin bjóða upp á fræðslufyrirlestur í safnaðarheimili Neskirkju þriðjudaginn 10. febrúar undir yfirskriftinni "Þjónusta við börn með ADHD og skyldar raskanir: Staða og stefna". Þar mun Gyða Haraldsdóttir, forstöðumaður Þroska- og hegðunarstöðvar Heilsugæslunnar fjalla um fjalla um þjónustu við börn með ADHD á Íslandi, bæði út frá því hvernig hún er og hvernig hún ætti að vera, að hennar áliti.

Náum áttum: Áhrif snjalltækja í grunnskólastarfi

Fyrsti fundur Náum áttum á nýju ári er um snjalltækjavæðinguna og hvernig hún hefur möguleg og ómöguleg áhrif í grunnskólastarfi. Fyrirlesarar eru þau Björn Rúnar Egilsson frá Heimili og skóla, Linda Heiðarsdóttir aðstoðarskólastjóri Laugalækjarskóla og Sigurður Haukur Gíslason grunnskólakennari. Erindi þeirra fjalla um ýmsar hliðar netvæðingar og áhrif algengra snjalltækja á skólastarfið, nemendur og kennara.

Námskeið fyrir foreldra, fagfólk og aðra áhugasama

Dagskrá námskeiða vorannar 2015 eru komnar inn á síðu TMF Tölvumiðstöðvar en þar er boðið upp á ýmis námskeið sem geta gagnast foreldrum, fagfólki og ADHD einstaklingum.

Aðalfundur ADHD

Aðalfundur ADHD samtakanna árið 2015 verður haldinn í húsnæði samtakanna, Háaleitisbraut 13, mánudaginn 23. mars 2015 klukkan 20:00. Meðal venjulegra aðalfundarstarfa er kosning stjórnar samtakanna fram að aðalfundi 2016. Stjórn samtakanna er skipuð sjö mönnum og tveimur til vara. Formann skal kjósa sérstaklega og auglýsa samtökin eftir framboðum til setu í stjórn.