27.04.2013
Einstaklingar sem eiga í erfiðleikum með að greiða lyf vegna lágra tekna eða óvænts lyfjakostnaðar geta dreift greiðslum. samkvæmt samkomulagi milli lyfsala og Sjúkratrygginga Íslands. Kostnaðardreifingin verður einstaklingum að kostnaðarlausu.
26.04.2013
Meginmarkmið samningsins er að styrkja ADHD samtökin til að vinna að því markmiði sínu að börn og fullorðnir með athyglisbrest, ofvirkni og skyldar raskanir mæti skilningi alls staðar í samfélaginu og fái þjónustu sem stuðlar að félagslegri aðlögun þeirra, möguleika í námi og starfi og almennt bættum lífsgæðum.
23.04.2013
Lyf sem ADHD einstaklingar taka, munu eftir 4. maí næstkomandi, falla undir greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands (SÍ), að því gefnu að viðkomandi einstaklingur hafi lyfjaskírteini. Þetta er áréttað vegna fyrirspurna félagsmanna um svokallaða núll merkingu ADHD lyfja í lyfjaskrá.
22.04.2013
Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins voru afhent við hátíðlega athöfn á dögunum en ADHD samtökin fengu í ár tilnefningu í flokknum "Til atlögu gegn fordómum". Það er mikill heiður að fá tilnefningu og í henni felst viðurkenning á starfi ADHD samtakanna.
17.04.2013
Kynningar fara nú fram á nýju greiðsluþátttökukerfi vegna kaupa á lyfjum. Breytingin tekur gildi 4. maí 2013. Meginmarkmiðið er að auka jafnræði milli einstaklinga óháð sjúkdómum og draga úr lyfjakostnaði þeirra sem þurfa að nota mikið af lyfjum. Nýja kerfið er þrepaskipt og þak er sett á heildarlyfjakostnað.
16.04.2013
Fimmtudaginn 18. apríl kynna fulltrúar Sjúkratrygginga Íslands á Akureyri, nýtt greiðsluþátttökukerfi vegna lyfjakaupa og þær breytingar sem felast í kerfinu og tengjast ADHD. Fundurinn verður í sal Ökuskólans í Sunnuhlíð á Akureyri. Gengið er inn frá Skarðshlíð, upp á 2. hæð. Fundurinn hefst klukkan 20:30. Allir eru velkomnir, aðgangur er ókeypis og heitt verður á könnunni.
13.04.2013
ADHD samtökin eru tilnefnd í ár til Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins í flokknum "Til atlögu gegn fordómum". Í umsögn dómnefndar segir að samtökin vinni mikilvægt starf þegar kemur að börnum og unglingum með ofvirkni og athyglisbrest.
13.04.2013
Allt að árs bið er fyrir fullorðna eftir greiningarviðtali hjá geðlækni vegna ADHD. Margir geðlæknar meðhöndla ekki kvillann vegna neikvæðrar umræðu um lyfjameðferð. Fullorðnum einstaklingum sem leita sér aðstoðar vegna athyglisbrests hefur fjölgað mikið á undanförnum misserum og er biðtími eftir að komast í greiningarviðtal.
12.04.2013
Próf - skipulag og prófkvíði verður innlegg fundarins
12.04.2013
Þriðjudaginn 16. apríl kl. 18:00 verður boðið upp á kynningu á nýju greiðsluþátttökukerfi lyfja hjá ADHD samtökunum að Háaleitisbraut 13.