12.01.2015
ADHD samtökin hafa náð samkomulagi við N1 um rýmri afsláttarkjör fyrir félagsmenn sína. Handhafar N1 korta og N1 lykils sem skrá sig í hóp ADHD samtakanna - númerið er 604 - fá 6 króna afslátt af hverjum lítra auk 2 N1 punkta af hverjum lítra. Þá er ríflegur afsláttur af bílaþjónustu og bílatengdum rekstrarvörum.
05.01.2015
Fundurinn er fyrir foreldra og forráðamenn en umfjöllunarefnið er kvíði.
05.01.2015
Að þessu sinni verður fundurinn fyrir foreldra og forráðamenn og umræðuefnið er kvíði.
22.12.2014
Greiðslur einstaklinga vegna lyfjakaupa lækka frá og með 1. janúar 2015. Hámarksgreiðsla einstaklings á 12 mánaða tímabili verður 62.000 krónur en var 69.416 krónur. Hámarksgreiðsla aldraðra 67 ára og eldri, örorkulífeyrisþega, barna og ungmenna yngri en 22 ára á 12 mánaða tímabili verður 41.000 krónur en var 46.277 krónur.
18.12.2014
Árleg ráðstefna Barna- og unglingageðdeildar LSH, BUGL, verður haldin föstudaginn 9. janúar 2015 kl. 08:00-16:00 á Grand Hótel Reykjavík. Yfirskrift ráðstefnunnar er "Þeytispjöld og þrumuský - Erfið hegðun barna". Fundarstjóri er Ragna Kristmundsdóttir.
17.12.2014
ADHD samtökin bjóða í janúar upp á GPS-námskeið, sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir drengi, 13-16 ára, GPS sem stendur fyrir Gagnleg, persónuleg stjórntæki. Gert er ráð fyrir 10 þátttakendum á hvert námskeið. GPS námskeiðið fyrir drengi hefst 17. janúar 2015. FULLBÓKAÐ ER Á NÁMSKEIÐIÐ.
16.12.2014
Skrifstofa ADHD samtakanna er lokuð í dag vegna veðurs. Opnum aftur á morgun, miðvikudag klukkan 13:00.
09.12.2014
Af óviðráðanlegum orsökum fellur niður spjallfundurinn, sem fyrirhugaður var á morgun, miðvikudag 10. desember. Spjallfundir hefjast í byrjun nýs árs og verða auglýstir á vefsíðu samtakanna.
08.12.2014
Spjallfundur fyrir fullorðna með ADHD verður haldinn nú á miðvikudag, 10. desember. Umræðuefnið er ADHD aðventan og jólin.
02.12.2014
ADHD aðventan og jólin verður umræðuefni spjallfundarins miðvikudagskvöldið 3. desember að Háaleitisbraut 13, fjórðu hæð, klukkan 20.30. Allir velkomnir í kaffi og notalegt spjall!