Fræðslunámskeið fyrir foreldra á Akureyri

Fræðslunámskeið ADHD samtakanna fyrir foreldra 6-12 ára barna með ADHD verður haldið á Akureyri laugardagana 1. og 8. nóvember 2014. Skráning er í gangi á vef samtakanna.

Lokað í dag vegna málþings

Skrifstofa ADHD samtakanna er lokuð í dag, föstudag 24. október vegna málþings samtakanna á Reykjavík Natura Icelandair Hotels "Láttu verkin tala".

Mótmæla harðlega niðurskurði til LSH

ADHD samtökin eru meðal 45 samtaka sem mótmæla harðlega að til standi að lækka framlög til rekstur Landspítala - háskólasjúkrahúss. Í ályktun segir að við blasi að rekstrarfé sem gert er ráð fyrir í fjárlögum, dugi ekki til að sjúkrahúsið geti veitt þá þjónustu sem lög kveða á um. Þau skora meðala annars á stjórnvöld að umhverfi sjúklinga og aðstandenda standist lög og metnað íslenskrar þjóðar.

Segir starfsemi ADHD teymis verða tryggða

Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra segir að starfsemi ADHD-teymisins á Landspítala verði tryggð á næsta ári. Hvernig það verði gert eða í hvaða formi segist ráðherrann ekki hafa svör við nú

Gefum ADHD teyminu framhaldslíf

Fullyrða má að greining og meðhöndlun ADHD hjá fullorðnum snúist um almannaheill og lýðheilsu, að ógleymdum þeim fjárhagslega ávinningi sem skapast. Með tiltölulega einföldum úrræðum má veita þá aðstoð og þær bjargir sem fullorðnir með ADHD þurfa á að halda. Á dögunum bárust þær fregnir að ekki yrði framhald á starfsemi ADHD-teymis Landspítalans þar sem ekki er gert ráð fyrir fjármunum til teymisins í fjárlagafrumvarpi 2015. Þetta eru váleg tíðindi þar sem árangur teymisins er ótvíræður.

Fréttablað ADHD með Fréttatímanum

Fréttablað ADHD samtakanna fylgir Fréttatímanum í dag en í því er að finna áhugaverðar greinar og viðtöl. Meðal efnis er opnuviðtal við Mæju; Maríu Sif Daníelsdóttur og Guðmund Elías Knudsen, sem bæði hafa kynnst ADHD, hvort frá sinni hlið. Þá er umfjöllun um rannsókn á eftirfylgni í meðferð hjá fullorðnum og grein um þjónustu Þroska- og hegðunarstöðvar.

Námskeið í markmiðasetningu

Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar heldur frítt námskeið í markmiðasetningu í október. Katrín Björk, sálfræðingur og starfsmaður Þekkingarmiðstöðvar, mun halda námskeiðið. Á námskeiðinu verður farið yfir helstu atriðin í markmiðasetningu, m.a. hvernig hægt er að setja sér gott markmið og unnið markvisst að því að ná því.

Hver króna skilar sér margfalt til baka

Hver króna sem varið er í að greina og meðhöndla ADHD hjá fullorðnum, skilar sér margfalt til baka á nær öllum sviðum samfélagsins, segir Ari Tuckman, prófessor í sálfræði. Ari segir mikilvægt að greina og meðhöndla ADHD hjá fullorðnum. Það geti reynst samfélaginu mjög kostnaðarsamt ef ekkert er að gert.

Spjallfundur á morgun - miðvikudag 15. október

Við minnum á spjallfundinn fyrir fullorðna á morgun, miðvikudag 15. október. Elín Hoe Hinriksdóttir, sérkennari og formaður ADHD samtakanna leiðir fundinn en yfirskrift hans er "Að eiga maka með ADHD". Fundurinn verður að Háaleitisbraut 13 - 4.hæð og hefst klukkan 20:30. Allir velkomnir í kaffi og notalega stund án endurgjalds.

Láttu verkin tala - Málþing 24. október

ADHD samtökin efna til málþings um ADHD og fullorðna, föstudaginn 24. október 2014 á Reykjavík Natura Icelandair Hotels. Yfirskrift málþingsins er "Láttu verkin tala" og hefst það klukkan 12:30 og stendur til kl. 17:00.