Aðalfundur ADHD samtakanna 2025

Aðalfundur ADHD samtakanna fór fram fimmtudaginn 6. mars 2025 í húsakynnum félagsins að Háaleitisbraut 13. Á fundinum var kjörið í stjórn samkvæmt lögum samtakanna, ársreikningar vegna 2024 afgreiddir.

Ályktunar á aðalfundar ADHD samtakanna

Aðalfundur ADHD samtakanna lýsir yfir þungum áhyggjum vegna stöðunnar í málefnum fólks með ADHD á Íslandi. Þrátt fyrir stöðugt ákall ADHD samtakanna, ítrekaðar skýrslur stjórnvalda um stöðuna og sífellt lengri biðlista eftir greiningum og meðferð, hefur ríkisvaldið lítið sem ekkert brugðist við vandanum. Þörfin á auknu fjármagni til faglegra greininga er og hefur verið æpandi, enda er biðtími barna og fullorðinna með ADHD eftir þjónustu ríkisins nú 2-10 ár – sá lengsti í gervöllu heilbrigðiskerfinu á Íslandi.

Fræðsla dagsins

ADHD samtökin bjóða uppá fræðslur og námskeið fyrir starfsfólk skóla og er ánægjulegt að bæta tónlistarskólum inn í flóruna.