
Birna Matthíasdóttir
Foreldrahúsi
Suðurlandsbraut 50, 105 Reykjavík
Sími: 6205777
Tímapantanir í netfangið birna@foreldrahus.is
Birna Matthíasdóttir útskrifaðist sem listmeðferðarfræðingur árið 1998 frá Queen Margaret University, Edinborg, Skotlandi. Birna hefur áratuga reynslu af því að vinna meðferðastarf með börnum og unglingum með tilfinninga-, hegðunar- og, félagslegan vanda. Hún hefur unnið sjálfstætt á eigin stofu, innan skólakerfisins og inn á stofnunum þar sem hún hefur bæði unnið með einstaklingum og hópum. Undanfarin 12 ár hefur hún unnið sem listmeðferðarfræðingur á átröskunardeild Landspítalans, fullorðinsgeðsviði, þar sem hún vann með einstaklingum og hópum. Birna hefur mikla reynslu af meðferðarvinnu með fólki sem hefur orðið fyrir alvarlegum áföllum. Birna er núna starfandi í Foreldrahúsi þar sem unnið er að jafnaði heildstætt með alla fjölskylduna.
Listmeðferð Unnar. Dr. Unnur G. Óttarsdóttir
Síðumúla 34
Sími 8670277
Netfang: unnur@unnurarttherapy.is
Unnur hefur lokið doktorsprófi í listmeðferð frá University of Hertfordshire í Englandi, meistaraprófi frá Pratt Institute í New York og kennaraprófi (B.Ed.) frá Kennaraháskóla Íslands. Hún hefur meðal annars sérhæft sig í listmeðferð fyrir fólk sem hefur orðið fyrir erfiðri lífsreynslu eða áföllum.
Listmeðferðarstofan Sköpun
Síðumúla 12
108 Reykjavík
s: 553-1323
Sólveig Katrín Jónsdóttir
Netfang: solveigkatrin@gmail.com
B.ed (KHÍ), MSc í listmeðferð (Art Therapy) frá Queen Margaret University, Skotlandi
s: 696 3343
Vefsíða: www.skopun.is
Leirljós handverk
Handverk, stuðningur, sálgæsla
Hrísmýri 5, Selfossi
leirljoshandverk@gmail.com
Leirmótun
Í heimi fullum af streitu gætir þú verið að velta fyrir þér hvernig þú getur slakað á og fundið farveg fyrir taugakerfi þitt til að ná jafnvægi. Reynslan hefur sýnt að vinna með leir er óhefðbundin aðferð en ótrúlega áhrifaríkt meðferðarúrræði. Það að skapa handverk styður við listrænan þroska allra sem meðhöndla leir, eykur vellíðan og dregur verulega úr streitueinkennum.
Clay Field Therapy er leirhöndlun eða leirsnerting. Aðferðin er byltingarkennd og er mikið notuð í tilfinninga og áfallaúrvinnslu. Aðferðin styður við þá sem eru að vinna sig í gegnum erfiðar tilfinningar á öruggan hátt. Aðferðin miðar að því að kassi er fylltur með leir, notast má við vatn og svamp til að vinna sig í gegnum leirinn. Leirinn hjálpar okkur að vinna með skynjun og tilfinningaviðbrögð okkar, tilfinningaminni og úrvinnslu andlegra erfiðleika.