Hvatningarverðlaun ADHD samtakanna eru viðurkenning sem stjórn ADHD samtakanna úthlutar einu sinni á ári, fyrst árið 2021. Verðlaunin má veita hverjum þeim sem með mikilsverðum hætti hefur lagt sitt af mörkum til bæta lífsgæði fólks með ADHD á Íslandi. Einstaklingar, félagasamtök, stofnanir, fyrirtæki eða hverskyns lögaðilar geta fengið Hvatningarverðlaun ADHD samtakanna.
Handhafar Hvatningarverðlauna ADHD samtakanna:
2021: Urður Njarðvík - fyrir fjölbreyttar rannsóknir hennar, fyrirlestra og fræðastörf um ADHD sem hafa aukið skilning á ADHD og unnið gegn fordómum.
2022: KFUM og KFUK - fyrir sumarbúðirnar „Gauraflokk“ og „Stelpur í stuði“ og frumkvöðlahlutverk þeirra í tómstundastarfi fyrir börn með ADHD.
Hafir þú ábendingu um verðugan viðtakanda Hvatningarverðlauna ADHD samtkanna getur þú sent rökstudda tillögu þar um á adhd@adhd.is