09.10.2014
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis og þingmaður Samfylkingarinnar lagði síðdegis fram fyrirspurn á Alþingi um ADHD teymi Landspítala. Sigríður vill fá svör frá heilbrigðisráðherra um hvort hann hyggist tryggja áframhaldandi fjárveitingu til teymisins. Þá spyr Sigríður Ingibjörg hvað muni koma í stað teymisins ef starfsemin leggist af.
09.10.2014
Nýr fræðslubæklingur er nú kominn út hjá ADHD samtökunum en hann nefnist "Unglingar & ADHD". Höfundar hans eru Elín Hoe Hinriksdóttir sérkennari og Sólveig Ásgrímsdóttir sálfræðingur. Í bæklingnum eru upplýsingar um birtingarmyndir röskunarinnar, þróun einkenna, ADHD og nám, hegðunarvanda á unglingsárum, fíkniefnaneyslu og ADHD og samskipti foreldra og unglings.
08.10.2014
Meðferð við ADHD er afar góð fjárfesting, segir Dr. Ari Tuckman sálfræðingur en hann hefur sérhæft sig í ADHD. Fréttir bárust í gær þess efnis að leggja þyrfti ADHD teymi Landspítalans niður að óbreyttu. Fari svo er það í mótsögn við klínískar leiðbeiningar embættis landlæknis en þar er mælt með því að greiningarvinna sé unnin í þverfaglegu teymi starfsfólks sem sérhæft er í greiningu á ADHD.
07.10.2014
Íslensk þýðing bókar Dr. Ara Tuckman, "Understand your brain - Get more done" kom út á vegum ADHD samtakanna. Fyrsta eintak bókarinnar var afhent Ara við hátíðlega athöfn í Iðnó í dag. Bókin hefur hlotið nafnið "Leyndardómar heilans – Láttu verkin tala".
05.10.2014
Lína langsokkur tók í gær við fyrsta endurskinsmerki ADHD samtakanna en afhending merkisins markar upphaf alþjóðlegs ADHD vitundarmánaðar. Merkið var afhent strax að lokinni sýningu á leikritinu um Línu í Borgarleikhúsinu og voru allir þátttakendur í leikritinu viðstaddir.
30.09.2014
ADHD samtökin bjóða félagsmönnum sínum og öðrum upp á fyrirlestur með Ara Tuckman næstkomandi þriðjudag, 7. október. Fyrirlesturinn er hluti af myndarlegri dagskrá sem ADHD samtökin efna til í tengslum við alþjóðlegan vitundarmánuð nú í október. Yfirskrift fyrirlestrarins er "ADHD og makar - Farsæld í sambandi".
30.09.2014
ADHD samtökin efna til spjallfundar fyrir foreldra og forráðamenn annað kvöld, miðvikudag 1. október. Dr. Drífa Björk Guðmundsdóttir, sálfræðingur leiðir fundinn en yfirskrift hans er ADHD og unglingar.
22.09.2014
Áætla má að 30% þeirra ungmenna sem sitja í fangelsum séu með athyglisbrest og ofvirkni eða ADHD. Þegar kemur að fullorðnum föngum eru um 26% með ADHD en fangar með ADHD eru yngri að meðaltali en aðrir þegar þeir hljóta í fyrsta sinn dóm. mbl.is greinir frá.
16.09.2014
Við minnum á spjallfundinn fyrir fullorðna á morgun, miðvikudag 17. september kl. 20:30. Yfirskrift fundarins er tæki, tækni og öpp. Snorri Páll Haraldsson vefforitari leiðir fundinn.
09.09.2014
Líkt og fyrr býður Skema upp á fjölbreytt úrval námskeið þennan veturinn fyrir alla aldurshópa. Búið er að opna fyrir skráningar á haustnámskeið Skema en þau verða á átta mismunandi stöðum á höfuðborgarsvæðinu.