15.06.2015
Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2015 fer fram þann 22. ágúst og verður þetta í þrítugasta og annað sinn sem hlaupið er haldið. ADHD samtökin eru meðal fjölmargra félagsamtaka sem þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoni geta hlaupið fyrir og um leið vakið athygli á málstaðnum. Áheitasöfnun fer fram á vefnum hlaupastyrkur.is
11.06.2015
Fundur fólksins hefst í dag, fimmtudag en um er að ræða líflega þriggja daga hátíð um samfélagsmál. Hátíðin fer fram í Norræna húsinu og næsta nágrenni þess dagana 11. til 13. júní. Slegið verður upp tjaldbúðum og skemmtilegir kofar setja svip á hátíðarsvæðið. Þar munu hin ýmsu félagasamtök vera með starfsemi alla hátíðina. Í bland við líflegar umræður verða tónlistaratriði, hægt verður að kaupa bæði mat og drykk á svæðinu. Boðið er til samtals milli almennings, stjórnmálamanna og frjálsra félagasamtaka, þar sem opin skoðanaskipti eru leiðarstefið.
10.06.2015
Fundur fólksins er lífleg þriggja daga hátíð um samfélagsmál í Norræna húsinu og næsta nágrenni þess dagana 11. til 13. júní. Slegið verður upp tjaldbúðum og skemmtilegir kofar setja svip á hátíðarsvæðið. Þar munu hin ýmsu félagasamtök vera með starfsemi alla hátíðina. Í bland við líflegar umræður verða tónlistaratriði, hægt verður að kaupa bæði mat og drykk á svæðinu.
10.06.2015
Almannaheill, samtök þriðja geirans, efna á föstudag til málþings um starfsumhverfi félagasamtaka. Málþingið er hluti af Fundi fólksins, líflegri þriggja daga hátíð um samfélagsmál í Norræna húsinu og næsta nágrenni þess. Á málþinginu mun Sir Stephen Bubb, framkvæmdastjóri samtaka stjórnenda almannaheillasamtaka í Bretlandi, fjalla um áskoranir sem félagasamtök glíma og stuðning yfirvalda við störf þeirra.