01.10.2020
Október er alþjóðlegur vitundarmánuður fólks með ADHD. Til að marka upphaf vitundarmánaðarins afhenti framkvæmdastjóri ADHD samtakanna, Hrannar Björn Arnarsson, Félags- og barnamálaráðherra , Ásmundi Einari Daðasyni, fyrsta endurskinsmerki ADHD samtakanna árið 2020. Endurskinsmerkið verður selt víða um land næstu vikur. Takið vel á móti sölufólki samtakanna - athygli - já takk!
29.09.2020
Dagana 3-17 október fer fram árleg sala ADHD samtakanna á endurskinsmerki Hugleiks Dagssonar. ADHD samtökin óska eftir áhugasömu sölufólki um allt land til að taka þátt í þessari mikilvægu fjáröflun samtakanna - góð sölulaun í boði.
28.09.2020
ADHD Norðurland heldur opinn spjallfund um ADHD og skólastarf á tímum COVID, á morgun þriðjudaginn 29. september kl. 16:30. Fundurinn er ætlaður fólki með ADHD, starfsfólki skóla og aðstandendum barna með ADHD. Fjölmennum og tökum gesti.
22.09.2020
Vegna forfalla eru nokkur sæti laus á sjálfstyrkingarnámskeiðið Ég get! sem ætlað er 14-16 ára ungmennum með ADHD og hefst 30. september. Aðeins 12 þátttakendur eru á námskeiðinu enda mikið lagt uppúr félagslegum tengslum og virkri þátttöku ungmennanna. Hægt er að greiða fyrir námskeiðið með frístundastyrkjum sveitarfélaganna.
18.09.2020
ADHD samtökin bjóða upp á opinn spjallfund, um uppbyggjandi leiðir fyrir fólk með ADHD sem vill ná árangri, í kvöld miðvikudaginn 23. september nk. kl. 20:30. Fundurinn verður í fundarsal samtakanna að Háaleitisbraut 13 - IV. hæð og er ætlaður fullorðnum með ADHD og öllu áhugafólki um betra líf með ADHD. Vegna COVID faraldursins verður sérstaklega gætt að sóttvörnum og fundinum verður einnig streymt á lokað svæði skuldlausra félagsmanna ADHD samtakanna á Facebook, ADHD í beinni.
10.09.2020
Stofnfundur ADHD Austurland verður haldinn á morgun, 24. september nk kl. 20:00 á Hótel Héraði. ADHD Austurland er útibú ADHD samtakanna sem ætlað er að efla starfsemi samtakanna á Austurlandi og beita sér fyrir betri líffsskilyrðum fólks með ADHD á svæðinu. Allt áhugafólk um betra líf með ADHD er velkomið.
09.09.2020
ADHD Eyjar bjóða upp á opinn spjallfund í Vestmannaeyjum, um ADHD og lyf, í kvöld fimmtudaginn 17. september nk. kl. 17:30. Fundurinn verður í Flugvallarbyggingunni og er ætlaður aðstandendum barna með ADHD, fólki sem vinnur með börnum með ADHD og öllu áhugafólki um betra líf með ADHD.
02.09.2020
Enn eru nokkur sæti laus á hið sívinsæla fræðslunámskeið ADHD samtakanna - Taktu stjórnina! sem byrjar 29. september 2020. Námskeiðið stendur í 10 klukkustundir - fimm skipti, 2 klukkukstundir í senn. Félagsmenn ADHD samtakanna njóta sérkjara.