GPS - Sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir stelpur

ADHD samtökin bjóða upp á sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir stelpur í 8. til 10. bekk. Námskeiðið hefst laugardaginn 29. ágúst 2015 en foreldrakynning verður fimmtudaginn 27. ágúst.

Lokað vegna sumarleyfa til 4.ágúst

Skrifstofa ADHD samtakanna verður lokuð vegna sumarleyfa frá og með mánudegi 6. júlí til og með mánudags 3. ágúst. Skrifstofan opnar aftur þriðjudaginn 4. ágúst kl. 13:00. Hægt er að lesa inn skilaboð á símsvara samtakanna 581 1110 eða senda póst á adhd@adhd.is

32. Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2015 fer fram þann 22. ágúst og verður þetta í þrítugasta og annað sinn sem hlaupið er haldið. ADHD samtökin eru meðal fjölmargra félagsamtaka sem þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoni geta hlaupið fyrir og um leið vakið athygli á málstaðnum. Áheitasöfnun fer fram á vefnum hlaupastyrkur.is

Fundur fólksins - BEIN ÚTSENDING

Fundur fólksins hefst í dag, fimmtudag en um er að ræða líflega þriggja daga hátíð um samfélagsmál. Hátíðin fer fram í Norræna húsinu og næsta nágrenni þess dagana 11. til 13. júní. Slegið verður upp tjaldbúðum og skemmtilegir kofar setja svip á hátíðarsvæðið. Þar munu hin ýmsu félagasamtök vera með starfsemi alla hátíðina. Í bland við líflegar umræður verða tónlistaratriði, hægt verður að kaupa bæði mat og drykk á svæðinu. Boðið er til samtals milli almennings, stjórnmálamanna og frjálsra félagasamtaka, þar sem opin skoðanaskipti eru leiðarstefið.

Fundur fólksins - Þriggja daga hátíð um samfélagsmál

Fundur fólksins er lífleg þriggja daga hátíð um samfélagsmál í Norræna húsinu og næsta nágrenni þess dagana 11. til 13. júní. Slegið verður upp tjaldbúðum og skemmtilegir kofar setja svip á hátíðarsvæðið. Þar munu hin ýmsu félagasamtök vera með starfsemi alla hátíðina. Í bland við líflegar umræður verða tónlistaratriði, hægt verður að kaupa bæði mat og drykk á svæðinu.

Málþing Almannaheilla: Starfsumhverfi félagasamtaka -

Almannaheill, samtök þriðja geirans, efna á föstudag til málþings um starfsumhverfi félagasamtaka. Málþingið er hluti af Fundi fólksins, líflegri þriggja daga hátíð um samfélagsmál í Norræna húsinu og næsta nágrenni þess. Á málþinginu mun Sir Stephen Bubb, framkvæmdastjóri samtaka stjórnenda almannaheillasamtaka í Bretlandi, fjalla um áskoranir sem félagasamtök glíma og stuðning yfirvalda við störf þeirra.

Stattu með taugakerfinu

Mænuskaðastofnun Íslands, SEM samtök endurhæfðra mænuskaddaðra, MS félagið, MND félag Íslands, Lauf félag flogaveikra, Heilaheill, Geðhjálp og Parkinsonfélagið óska eftir stuðningi íslensku þjóðarinnar við beiðni þeirra til aðalritara Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon, um að mæla fyrir því við fulltrúa aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna að þær samþykki að bæta við nýju þróunarmarkmiði sem snýr að því að efla rannsóknir á taugakerfinu og auka á þann hátt skilning á starfsemi þess.

Síðasti spjallfundurinn annað kvöld

Munið síðasta spjallfund vetrarins annað kvöld. Vilhjálmur Hjálmarsson og Snorri Páll Haraldsson leiða umræður um sumarleyfið

Biðtími eftir greiningu barna allt að 12 mánuðir

Biðtími hjá Þroska- og hegðunarstöð Heilsugæslu höfuð­borgar­svæðisins eftir greiningu á ADHD og skyldum röskunum hjá börnum er allt að 12 mánuðir. Nú bíða 310 börn greiningar og af þeim eru 65 börn á forgangslista. Biðtími forgangsbarna er 5–8 mánuðir. Þetta kemur meðal annars fram í svari Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Páls Vals Björnssonar, þingmanns Bjartrar framtíðar.

Lokað föstudag 8. maí

Skifstofa ADHD samtakanna verður lokuð föstudaginn 8. maí vegna vorráðstefnu Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins. Hægt er að hafa samband með pósti á adhd@adhd.is. Opnum aftur mánudag 11. maí klukkan 13:00