25.06.2023
Fidget spinner sumar!
Nú er sumarið gengið í garð og því ber að fagna. Ef þú pantar á vefverslun okkar í júní eða júlí fylgir fidget spinner frítt með.
Aldrei fyrr hefur vöruúrvalið í vefverslun ADHD samtakanna verið eins fjölbreytt. Bækur, skart, leikföng, ýmiskonar fiktvörur, listaverk og gjafavörur sem henta flestum tilefnum. Öll ættu að finna eithvað við sitt hæfi, eða til að gleðja aðra og í leiðinni styðja við vaxandi starf ADHD samtakanna. Kynntu þér úrvalið!
Félagsfólk ADHD samtakanna njóta veglegra afslátta af völdum vörum og vörurnar er hægt að nálgast á skrifstofu samtakanna eða senda með pósti hvert á land sem er.
16.06.2023
Nýir ADHD bolir voru að lenda í vefverslun samtakanna.
Bolirnir eru skreyttir af listamönnunum Hugleiki Dagssyni og Hjalta Parelius í tilefni 35 ára afmælis ADHD samtakanna.
Annars vegar er um að ræða boli hannaða af listamanninum Hjalta Parelius en hann hefur getið sér gott orð fyrir verk sín sem geta flokkast undir popp- og klippimyndalist. Bolinn verður hægt að fá í bláum, grænum og gulum litum.
Hins vegar eru bolir hannaðir af listamanninum Hugleiki Dagssyni sem óþarft er að kynna enda einn vel þekktur á Íslandi. Hann hefur áður hannað endurskinsmerki fyrir samtökin og erum við honum þakklát fyrir stuðninginn gegnum árin. Hugleiks bolirnir koma í tveimur útgáfum sem sjá má í vefverslun ADHD samtakanna.
Báðar tegundirnar eru fáanlegar í dömu-, unisex- og barnasniðum.
Hægt er að máta og nálgast bolina á skrifstofu samtakanna, Háaleitisbraut 13, 2. hæð.
Einnig er hægt að fá þá senda hvert á land sem er. ATH: sendingargjald leggst á allar sendingar.
Tryggðu þér eintak!
08.06.2023
Í gær héldu ADHD samtökin sumarhátíð sína í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Um 200 félagsfólk mætti á hátíðina og gat notið sín í blíðskapar veðrinu.
Heitt var á grillinu og boðið var upp á SS pylsur og drykki frá Ölgerðinni.
Skemmtileg dagskrá var fyrir börn á öllum aldri en Lalla töframann gekk um með blöðrur og ýmis töfrabrögð ásamt Því sem hann spilaði nokkur lög. Einnig var boðið upp á andlitsmálingu , krakkakarókí og listasmiðjan bauð upp á föndur fyrir alla fjölskylduna.
ADHD samtökin þakka öllum sem mættu og óskar félagsfólki sínugleðilegt sumar.