24.04.2024
Lokafrestur fyrir skráningu - Fræðslunámskeið fyrir aðstandendur barna með ADHD frá 6-12 ára aldri verður haldið á laugardaginn, 27. apríl 2024 í húsakynnum ADHD samtakanna, Háaleitisbraut 13, 4. hæð og í gegnum fjarfundarbúnað. Pabbi, mamma, afi, amma... öll velkomin!
18.04.2024
Aðalfundur ADHD samtakanna fór fram þriðjudaginn 16. apríl 2024 í húsakynnum félagsins að Háaleitisbraut 13. Á fundinum var kjörið í stjórn samkvæmt lögum samtakanna, ársreikningar vegna 2023 afgreiddir og ályktað um brýnustu verkefnin fram undan í geðheilbrigðismálum.
17.04.2024
18. apríl kl. 20:00-22:00 Síðuskóli
Stækka mynd
ADHD og konur - Fræðslufundur Síðuskóla 18. apríl 2024, kl.20:00-22:00.
Sigrún Jónsdóttir, ADHD markþjálfi hjá Míró.is, námskeiðahaldari og stjórnarkona í ADHD samtökunum ætlar að koma og fræða okkur um ADHD og konur sem er hennar hugðarefni. Skilningur og þekking á ADHD er sífellt að aukast og vitum við að einkenni ADHD hverfa ekki þegar skóla eða vinnudegi líkur. Birtingarmynd ADHD hjá konum er ólík birtingarmynd karla og ein af ástæðunum fyrir því að þær eru einn stærsti hópurinn sem takast á við langvarandi álag og streitu.
Sigrún mun fjalla um ADHD kvenna og mun hún koma inn á þætti eins hormóna, kröfur í daglegu lífi , styrkeika og leiðir til að finna jafnvægi í daglegu lífi, starfi og námi.
Hvað er til ráða og hvar á að byrja.
Allir eru velkomnir, félagsmenn sem aðrir. Það verður heitt á könnunni og að sjálfsögðu kostar ekkert að taka þátt.
Fjölmennum, fræðumst og skiptumst á reynslusögum og skoðunum um líf með ADHD.
ATH! Hægt er að ganga í ADHD samtökin á heimasíðu samtakanna: https://www.adhd.is/is/styrkja/gerast-felagsmadur-adhd
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest!
17.04.2024
Aðalfundur ADHD samtakanna, 16. apríl 2024 samþykkti einum rómi meðfylgjandi ályktun um þá alvarlegu stöðu sem nú er uppi í þjónustu hins opinbera við fólk með ADHD: Vantraust og kerfishrun í þjónustu við fólk með ADHD. Í ályktuninni er skorað á Heilbrigðisráðherra annarsvegar og landlækni hinsvegar að grípa nú þegar til aðgerða vegna stöðunnar.
16.04.2024
Boðað er til aðalfundar ADHD samtakanna fta. , í kvöld þriðjudaginn 16. apríl kl. 19:30. Aðalfundurinn fer fram í hátíðarsal ADHD samtakanna, Háaleitisbraut 13, 4. hæð.