31.05.2021
Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram laugardaginn 21. ágúst 2021 og ljóst að Covid19 fær ekki að setja strik í reikninginn að þessu sinni. Áheitasöfnun hlauparanna er í ár líkt og áður gríðarlega mikilvægur líður í fjáröflun samtakanna. ADHD samtökin hafa í gengum tíðina notið góðs af frábærum hópi fólks sem hefur hlaupið undir nafni samtakanna og verið hluti af #TeamADHD
26.05.2021
ADHD Europe eru stærstu hagsmunasamtök fólks með ADHD í Evrópu og hafa ADHD samtökin verið fullgildur meðlimur frá árinu 2019. Árið 2020 var framkvæmd könnun á meðal 22 aðildarsamtaka frá 19 aðildarrlöndum í Evrópu, um greiningu og meðferð á ADHD í viðkomandi löndum. Samtökin höfðu áður framkvæmt sambærilegar kannanir árin 2009 og 2011 sem veita góðan samanburð varðandi þróunina síðan þá.
25.05.2021
Þó sumarfríin séu og eigi að vera tími fjölskyldusamveru og fjölbreyttra skemmtilegra viðburða, fylgja sumrinu einnig nýjar og fjölbreyttar áskoranir, þar sem rútínan riðlast og við tekur óvissa.
Hjá börnum með ADHD og fullorðnum, getur þessi tími valdið mikilli streytu og vanlíðan ef ekki tekst vel til.
Á fundinum mun Elín H. Hinriksdóttirr, sérkennari og sérfræðingur hjá ADHD samtökunum fara yfir helstu áskoranir sumartímans í lífi einstaklings með ADHD.
Fjölmennum, fræðumst og skiptumst á reynslusögum og skoðunum um líf með ADHD!
20.05.2021
Spjallfundurinn er ætlaður foreldrum/forráðamönnum barna og öðrum aðstandendum fólks með ADHD og öllu öðru áhugafólki um uppbyggileg og gagnleg samskipti i uppeldi barna.
Spjallfundir ADHD Eyjar eru haldnir í fundarsalnum á flugvelli Vestmannaeyja, gengið er inn vestanmegin. Fundirnir eru opnir öllum, félögum í ADHD samtökunum, einstaklingum með ADHD, aðstandendum og öðrum áhugasömum um ADHD og skildar raskanir.
17.05.2021
ADHD samtökin bjóða upp á opinn spjallfund, um ADHD og sumarfrí, þar sem Dr. Drífa Björk Guðmundsdóttir fer yfir helstu áskoranir þessa mikilvæga tíma fjölskyldunnar, bendir á hagnýt ráð til lausnar og leiðir umræðuna
04.05.2021
ADHD samtökin bjóða upp á opinn spjallfund, um uppbyggjandi leiðir fyrir fólk með ADHD sem vill ná árangri, miðvikudaginn 5. maí nk. kl. 20:30.
Fundurinn verður í fundarsal samtakanna að Háaleitisbraut 13 - 4. hæð og er ætlaður fullorðnum með ADHD og öllu áhugafólki um betra líf með ADHD.
Fundinum verður einnig streymt á lokað svæði skuldlausra félagsmanna ADHD samtakanna á Facebook, ADHD í beinni ----> https://www.facebook.com/groups/613013522504922
03.05.2021
Aðalfundur ADHD samtakanna, haldinn fimmtudaginn 29.04.2021 lýsir yfir þungum áhyggjum af skorti á geðlæknaþjónustu við fullorðna einstaklinga með ADHD. Grafalvarlegt ástand hefur skapast hjá fullorðnum einstaklingum með ADHD sem þurfa að leita sér þjónustu geðlæknis til greiningar og lyfjameðferðar. Samkvæmt leiðbeiningum Embættis landlæknis mega eingöngu þeir sem eru undir eftirliti geðlæknis hefja lyfjameðferð við ADHD en nú er svo komið að geðlæknar taka ekki við nýjum skjólstæðingum og því reynist einstaklingum með ADHD ógerningur að hefja lyfjameðferð og hafa í engin hús að venda. ADHD teymi Landspítalans sinnir greiningu og meðferð á vegum hins opinbera en biðlistinn telur í dag rúmlega 3 ár.