27.09.2013
Magnús Jónsson, leikari og tónlistarmaður fékk fyrsta afmælismerkið afhent. Ellen Calmon, framkvæmdastjóri ADHD nældi merkið í Magnús. Líkt og fyrri ár prýðir merkið teikning eftir Hugleik Dagsson.
26.09.2013
Bandaríski sálfræðingurinn Michael Yapko heldur athyglisverðan fyrirlestur um þunglyndi, þriðjudaginn 1. október. Fyrirlesturinn ber yfirskriftina „Þunglyndi er smitandi: Félagslegir þættir þunglyndis og mikilvægi þeirra fyrir meðferð og sjálfshjálp“.
Fyrirlesturinn er öllum opinn og aðgangur er ókeypis. Hann verður haldinn á Háskólatorgi, Háskóla Íslands, í sal 102 og hefst kl 17:30.
25.09.2013
Páll Tryggvason, barna- og unglingageðlæknir á Akureyri, hefur opnað einkastofu á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Vandinn í barnageðlækningum nyrðra er þó ekki leystur til frambúðar.
24.09.2013
Við vekjum athygli á fundi sem fjallar um unglinga og vímuefni. Á fyrsta fundi Náum áttum á morgun, miðvikudag 25. september, verður fjallað um vímuefnamál og unglinga. Á fundinum verður sagt frá nýjum rannsóknum á vímuefnaneyslu unglinga og mun Margrét Lilja Guðmundsdóttir frá Rannsóknum og greiningu skýra frá niðurstöðum.
09.09.2013
TMF Tölvumiðstöð hefur opnað nýja heimasíðu á slóðinni www.tmf.is
Auk allra gagnlegu upplýsinganna af gamla vefnum er að finna nýjungar á nýjum vef. Til dæmis hefur verið sett inn skráningarkerfi fyrir námskeið TMF þar sem hægt er að skrá sig og ganga frá greiðslu.
09.09.2013
Nánast ógerlegt er fyrir fullorðna að komast að hjá geðlæknum hér á landi að sögn Ellenar Calmon, framkvæmdastjóra ADHD-samtakanna. Morgunblaðið fjallaði um málið föstudaginn 6. september.
04.09.2013
Við sem samfélag berum líka ábyrgð á því að fræða börnin okkar um fjölbreytileika mannlífsins, virðingu og tillitsemi, segir formaður ADHD samtakanna í grein um ADHD og einelti.
03.09.2013
Sara Tosti og Guðlaug Marion Mitchison kynna niðurstöður rannsókna sinna í húsnæði ADHD samtakanna miðvikudaginn 25. september.
02.09.2013
Skráning er nú í fullum gangi á afmælisráðstefnu ADHD samtakanna "Lífsins ganga með ADHD". Ráðstefnan verður dagana 25. og 26. október á Grand hótel Reykjavík. Frestur til að skrá sig gegn lægra gjaldi hefur verið framlengdur til 15. september.
02.09.2013
Um 240 börn bíða nú eftir greiningu hjá Þroska- og hegðunarstöð Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, þar af um 190 eftir ADHD greiningu. Biðlistinn lengist stöðugt og biðtíminn er að meðaltali um tíu mánuðir.