ADHD og leiðir til að efla einbeitingu og úthald barna með ADHD er umfjöllunarefni Fimmtudagsfræðslunnar, í Gerðubergi 26. mars kl.
17.00 - 18.30. Fimmtudagsfræðslan er opin fræðsla fyrir foreldra í Breiðholti annan hvorn fimmtudag en það
er Þjónustumiðstöð Breiðholts sem stendur að fræðslunni, í samvinnu við Menntun
Núna og Borgarbókasafnið - Menningarhús Gerðubergi.
Thelma Lind Tryggvadóttir hegðunarráðgjafi Þjónustumiðstöð Breiðholts flytur þar erindi sem nefnist "Er barnið þitt með
ADHD? Leiðir til að efla einbeitingu og úthald barna með ADHD."
Fræðslan verður í Gerðubergi, fimmtudaginn 26. mars og hefst klukkan 17. Boðið er upp á afþreyingu fyrir börnin á
bókasafni á meðan á fræðslunni stendur. Allir velkomnir og aðgangur er ókeypis.