Félög

Hér eru upplýsingar um ýmis félög og hópa sem koma að málefnum einstaklinga með ADHD.


TMF Tölvumiðstöð
TMF Tölvumiðstöð er sjálfstæð stofnun þar sem boðið er upp á ráðgjöf, fræðslu og námskeið á sviði upplýsingatækni. Þau sem leita til TMF eru m.a. einstaklingar sem þurfa stuðning, foreldrar, og starfsfólk skóla og stofnana.
www.tmf.is


Sjónarhóll
Sjónarhóll er ráðgjafarmiðstöð fyrir foreldra barna með sérþarfir. Þar er veitt foreldramiðuð ráðgjafarþjónustu þar sem þarfir fjölskyldna eru í brennidepli. Áhersla er lögð á að þjónustan sé aðgengileg og er ráðgjöf og stuðningur á vegum Sjónarhóls veitt endurgjaldslaust.
www.sjonarholl.is


Systkinasmiðjan
Markmið smiðjunnar er að veita systkinum barna með sérþarfir tækifæri til að hitta önnur systkini í skipulögðu og skemmtilegu umhverfi, að veita börnunum tækifæri til að ræða við jafnaldra sína á jákvæðan hátt um margt sem tengist því að eiga systkini með sérþarfir. Það sem skiptir meginmáli er að hvert og eitt barn fái að njóta sín sem best og tjái sig á þann hátt sem því hentar best.
Systkinasmidjan.is


Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ)
Hlutverk ÖBÍ er:
• að vinna að samfélagslegu réttlæti og bættum lífsgæðum og kjörum óháð líkamlegu eða andlegu atgervi einstaklinga,
• að vera stefnumótandi í réttindamálum fatlaðra, málsvari og frumkvöðull í málefnum þeirra,
• að vera þekkingarmiðstöð um málefni fatlaðra, og ráðgjafi og stoð aðildarfélaganna.
www.obi.is


ADHD samtökin
Markmið ADHD samtakanna er að börn og fullorðnir með athyglisbrest, ofvirkni og skyldar raskanir mæti skilningi alls staðar í samfélaginu og fái þjónustu sem stuðlar að félagslegri aðlögun þeirra, möguleikum í námi og starfi og almennt bættum lífsgæðum.
www.adhd.is


Tourette-samtökin
Markmið samtakanna er að standa vörð um hagsmuni TS-einstaklinga og fjölskyldna þeirra.
www.tourette.is


Samfok
Samfok (samtök foreldra grunnskólabarna í Reykjavík) eru svæðasamtök foreldra í grunnskólum Reykjavíkur. Þar er meðal annars að finna ýmis myndbönd sem SAMFOK lét gera um skólaráð, nemendaráð og foreldrafélög. Í myndböndunum eru góðar og mikilvægar upplýsingar um hvernig þessi ráð og félög virka og um hlutverk þeirra.
www.samfok.is


Heimili og skóli-landsamtökforeldra 
Samtökin veita ráðgjöf til foreldra og foreldrasamtaka og gefa út tímarit og ýmiss konar efni um foreldrastarf. Heimili og skóli reka einnig SAFT netöryggisverkefnið en SAFT stendur fyrir Samfélag, fjölskylda og tækni og er vakningarátak um örugga og jákvæða tölvu- og nýmiðlanotkun barna og unglinga á Íslandi.
www.heimiliogskoli.is