22.12.2023
Stjórn og starfsfólk ADHD samtakanna sendir félagsfsólki, stuðnings- og samstarfsaðilum og landsmönnum öllum, hugheilar jóla og nýárskveðjur.
Við þökkum samfylgdina á viðburðarríku 35 ára afmælisári sem senn er að líða og óskum ykkur alls hins besta á nýju ári. Við hvertjum fólk til að fylgjast vel með miðlum ADHD samtakanna á komandi ári þar sem margt spennandi er í undirbúningi og minnum fólk á að skráning fyrir námskeið næsta árs er hafin!
Gleðileg jól.
15.12.2023
Spennandi og fjölbreytt námskeið ADHD samtakanna vorið 2024 - skráning er hafin!
Nú stefnum við hraðbyri inn í nýtt ár og ADHD samtökin halda áfram að bjóða upp á fjölbreytt úrval af námskeiðum á nýju ári. Alls verða tólf námskeið fyrri hluta ársins 2024 og mögulega bætast við fleiri. Þau námskeið sem eru nú í boði hafa öll verið kennd áður og hlotið mikið lof þátttakenda. Gótt úrval er bæði af námskeiðum í staðkennslu og í fjarkennslu, þannig að allir ættu að geta fundið eithvað við sitt hæfi - hvar sem er á landinu.
Skoðaðu úrvalið og skráðu þig núna - takmarkað sætaframboð!