29.06.2016
Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2016 fer fram þann 20. ágúst og verður þetta í þrítugasta og þriðja sinn sem hlaupið er haldið. 146 góðgerðafélög taka þátt í áheitasöfnun hlaupsins. ADHD samtökin eru meðal fjölmargra félagsamtaka sem þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoni geta hlaupið fyrir og um leið vakið athygli á málstaðnum. Áheitasöfnun fer fram á vefnum hlaupastyrkur.is
16.06.2016
Líkt og fyrri ár býður KFUM upp á sumarbúðadvöl fyrir börn með ADHD. Skráning er nú í fullum gangi í Gauraflokk í Vatnaskógi og Stelpur í stuði í Kaldárseli.
08.06.2016
Þorsteinn Eyþórsson, 62 ára Borgnesingur, lagði fyrir stundu af stað hjólandi hringveginn. Þorsteinn eða Steini lagði upp frá Geirabakaríi í Borgarnesi og áætlar að ljúka hringnum viku eftir þjóðhátið. Hann segir þessa ferð fyrst og fremst vera áskorun á sjálfan sig en einnig ætlar hann að láta gott af sér leiða og safna peningum fyrir ADHD samtökin. „Þetta málefni stendur mér nærri en ég á nokkur barnabörn sem eru greind með ADHD,“ segir Steini.