27.01.2017
Skrifstofa ADHD samtakanna er lokuð í dag, föstudag 27. janúar vegna málþings um sérúrræði í grunnskólum Hafnarfjarðar. Við fylgjumst með tölvupósti en hægt er að senda okkur póst á adhd@adhd.is.
25.01.2017
ADHD samtökin bjóða upp á spjallfund í kvöld, miðvikudaginn 25. janúar 2017 kl. 20:30. Fundurinn er ætlaður fullorðnum með ADHD og veðrur í fundarsal að Háaleitisbraut 13 í Reykjavík. Yfirskrift fundarins er "Styrkleikar ADHD, áskoranir daglegs lífs. Hvað hefur gefist best?" og er umsjónarmaður Drífa Pálín Geirs. Allir velkomnir, heitt á könnunni og kósý stemmning sem kostar ekkert. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.
19.01.2017
Fræðslunámskeið fyrir foreldra 6-12 ára barna með ADHD verður haldið í húsnæði ADHD samtakanna, Háaleitisbraut 13, Reykjavík, laugardagana 4. og 11. febrúar 2017. Skráning er hafin á vef ADHD
11.01.2017
Fyrsti spjallfundur ADHD á nýju ári verður í kvöld, miðvikudaginn 11. janúar 2017 að Háaleitisbraut 13 og hefst hann kl. 20:30. Fundurinn er ætlaður foreldrum og forráðamönnum og er yfirskrift hans "ADHD og unglingar". Umsjónarmaður fundarins er Sólveig Ásgrímsdóttir. Allir velkomnir, heitt á könnunni og kósý stemmning sem kostar ekkert. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.
10.01.2017
Fjölþætt þjónusta er veitt á TMF Tölvumiðstöð. Þar má nefna námskeið í tengslum við ýmis öpp fyrir iPad og námskeið í lausnum fyrir lesblinda. Ennfremur er veitt ráðgjöf í tengslum við tækni og notkun á tækni. Ráðgjöfin er fólki að kostnaðarlausu. TMF er að Háaleitisbraut 13.
05.01.2017
ADHD samtökin bjóða upp á sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir stelpur í 8. til 10. bekk. Námskeiðið hefst laugardaginn 21. janúar 2017 en foreldrakynning verður fimmtudaginn 19. janúar. Skráning er hafin á vef ADHD.