Heimilislæknir eða heilsugæslustöð er oft fyrsta skrefið. Þar er ákvörðun tekin í samráði við foreldra um hvort ástæða sé til nánari athugunar. Geðheilsumiðstöð barna hjá Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins hefur tekið við hlutverki Þroska-og hegðunarstöðvar og þar eru gerðar greiningar á ADHD. Geðheilsumiðstöðin þjónar landinu öllu. Heimilislæknar senda tilvísun á Geðheilsuteymið ef þurfa þykir.
Sérfræðiþjónusta leikskóla eða sálfræði- og sérfræðiþjónusta grunnskóla.
Félagsþjónusta sveitarfélaga getur veitt börnum og fjölskyldum þeirra félagslega aðstoð s.s. persónulegan ráðgjafa og stuðningsfjölskyldu.
Barna- og unglingageðdeild Landspítalans. Tilvísunar er þörf. Dalbraut 12, sími 543-4300, www.landsspitali.is
Ráðgjafar-og greiningarstöð. Samkvæmt lögum um Ráðgjafar- og greiningarstöð skal frumgreining hafa farið fram áður en vísað er. Það felur í sér að fyrstu athuganir og þroskamælingar þurfa að fara fram í nærumhverfi barnsins á vegum sérfræðiþjónustu leikskóla eða grunnskóla, sérfræðiþjónustu heilsugæslu eða sjálfstætt starfandi sérfræðinga. www.greining.is
Ráðgjafarmiðstöðin Sjónarhóll er fyrir fjölskyldur barna með sérþarfir. Þar starfa ráðgjafar sem eru sérhæfðir í málefnum barna með sérþarfir og fjölskyldna þeirra. Þjónustan er ókeypis og tilvísunar er ekki þörf. Sjónarhóll er að Háaleitisbraut 13, sími 535-1900, www.sjonarholl.net
Ennfremur er hægt að leita til annarra sjálfstætt starfandi fagaðila s.s. sálfræðinga, félagsráðgjafa, geðhjúkrunarfræðinga, listmeðferðarfræðinga, sérkennara, iðjuþjálfa, námsráðgjafa og heyrnar- og talmeinafræðinga.
ADHD samtökin
Háaleitisbraut 13
108 Reykjavík
s: 581-1110
Netfang: adhd@adhd.is
Hægt er að skrá sig í ADHD samtökin HÉR
Félagsmenn ADHD samtakanna fá send smárit um ADHD, fréttabréf og fá einnig sendan tölvupóst um tilboð og námskeið í boði hjá samtökunum. Félagsmenn greiða lægri námskeiðsgjöld. Þar að auki fá félagsmenn afslátt af öllum vörum sem samtökin selja.