Gleðileg jól!

Stjórn og starfsfólk ADHD samtakanna sendir félagsfsólki, stuðnings- og samstarfsaðilum og landsmönnum öllum, hugheilar jóla og nýárskveðjur. Við þökkum samfylgdina á viðburðarríku 35 ára afmælisári sem senn er að líða og óskum ykkur alls hins besta á nýju ári. Við hvertjum fólk til að fylgjast vel með miðlum ADHD samtakanna á komandi ári þar sem margt spennandi er í undirbúningi og minnum fólk á að skráning fyrir námskeið næsta árs er hafin! Gleðileg jól.

Vornámskeið ADHD samtakanna 2024 – skráning hafin!

Spennandi og fjölbreytt námskeið ADHD samtakanna vorið 2024 - skráning er hafin! Nú stefnum við hraðbyri inn í nýtt ár og ADHD samtökin halda áfram að bjóða upp á fjölbreytt úrval af námskeiðum á nýju ári. Alls verða tólf námskeið fyrri hluta ársins 2024 og mögulega bætast við fleiri. Þau námskeið sem eru nú í boði hafa öll verið kennd áður og hlotið mikið lof þátttakenda. Gótt úrval er bæði af námskeiðum í staðkennslu og í fjarkennslu, þannig að allir ættu að geta fundið eithvað við sitt hæfi - hvar sem er á landinu. Skoðaðu úrvalið og skráðu þig núna - takmarkað sætaframboð!

Fræðslufundur Hveragerði- Um víðan völl með ADHD

Fræðslu- og spjallfundur- Um víðan völl með ADHD Þann 22. nóvember kl.20:00 verður fræðslu - og spjallfundur í húsnæði Rauða krossins Mánamörk 1, Hveragrerði. Á þessum fundi verður farið um víðan völl með ýmis málefni sem tengjast ADHD. Dr. Drífa Guðmundsdóttir sálfræðingur, fer yfir birtingamyndir, sem og styrkleika þeirra sem hafa ADHD og svarar fyrirspurnum gesta. Frábært tækifæri fyrir þá sem þurfa svör við ýmsu sem tengist ADHD.

ADHD og fjármál - fjarnámskeið

Fræðslufundur Reykjavík - ADHD og unglingar

Á þessum fræðslufundi mun Sólveig Ásgrímsdóttir sálfræðingur tala um ADHD og unglinga. Farið verður yfir birtingamyndir, hegðun og líðan unglinga, sem og fræðslu um lausnamiðaðar aðferðir til að mæta árekstrum í samskiptum við unglinga með ADHD. Boðið er upp á spjall í kjölfar fræðslu, svo allir sem telja sig eiga erindi og löngun til að fræðast um ADHD og unglinga eru velkomnir. Fundurinn er haldinn 15. nóvember kl. 20:00 í húsnæði ADHD samtakanna, Háaleitisbraut 13, 4. hæð. Hlekkur að facebook viðburðinum: https://fb.me/e/3iyUXVtIw  Hlekkur til að skrá sig í félagið: https://www.adhd.is/is/styrkja/gerast-felagsmadur-adhd

Framúrskarandi vel heppnuð afmælisráðstefna ADHD samtakanna

Í tilefni 35 ára afmælis ADHD samtakanna var blásið til veglegrar tveggja daga afmælisráðstefnu þann 26. og 27 október síðastliðinn. Yfirskriftin var Betra líf með ADHD en eins og nafnið gefur til kynna var lögð áhersla á hvernig hægt er að vinna með þær áskoranir sem röskunin veldur en ekki síður ýta undir og hámarka styrkleika einstaklinga með ADHD. Mikil breidd var í dagskránni og spannaði hún ADHD á öllum sviðum lífsins allt frá leikskóla og upp á efri ár. Fjölmargir fyrirlesarar komu fram og að öðrum ólöstuðum ber að nefna að fengnir voru sex erlendir fyrirlesarar í fremstu röð sérfræðinga í ADHD röskuninni. Þátttakendur voru hæstánægðir með afmælisráðstefnuna, lofuðu fræðandi fyrirlestra og glæsilega dagskrá.

Hinar mörgu hliðar ADHD - fræðslu- og stofnfundur á Ísafirði

ADHD Vestfirðir boðar til fræðslu- og stofnfundar á Ísafirði, fimmtudaginn 9. nóvember kl. 20:00-22:00 í sal Vesturafl, Suðurgötu 9, Ísafirði. Hinar mörgu hliðar ADHD - Á þessum stofn- og fræðslufundi fer Vilhjálmur Hjálmarsson formaður samtakanna yfir hin ýmsu verkefni sem ADHD samtökin sinna sem og útibú þeirra. Farið verður yfir hinar ýmsu hliðar ADHD, eins og ADHD lyf, lyf og aðrar meðferðir. Þessi stofnfundur er tileinkaður íbúum Vestfjarða og nágrennis í þeim tilgangi að virkja grasrótina til að auka aðgengi að fræðslu og stuðning fyrir alla sem þurfa á að halda. Fundurinn er haldinn kl.20:00-22:00 í húsnæði Vesturafls, Suðurgötu 9, Ísafirði. Öll velkomin.

Fræðslufundur á Egilsstöðum - Félagsleg samskipti fullorðinna með ADHD

Fræðslufundur Egilsstaðir Félagsleg samskipti fullorðinna 9. nóvember kl.19:00-20:00, í Menntaskólanum á Egilsstöðum Á þessum fræðslufundi fer Elín Hoe Hinriksdóttir sérfræðingur hjá ADHD samtökunum yfir félagslega samskipti fullorðinna einstaklinga með ADHD. Veitt verður stutt fræðsla um ADHD röskunina og birtingarmyndir hennar. Félagsleg samskipti snúast um samskipti við aðra bæði vini, fjölskyldu og vinnufélaga. Á því sviði standa einstaklingar með ADHD oft frammi fyrir talsverðum áskorunum. Farið verður yfir hvernig hægt er að takast á við þessar áskoranir, hvaða styrkleika hægt er að nýta sér og kynnt ýmis bjargráð. Öll velkomin!

Fjarnámskeiðið Áfram veginn

Hið vinsæla netnámskeið „Áfram Veginn” verður haldið næstu helgi. Á námskeiðinu ætlum við að fræðast um ADHD með styrkleika að leiðarljósi. Því með auknum skilningi á þínu ADHD eykur þú líkurnar á betri stjórn og auknum lífsgæðum í daglegu lífi. Áskoranir ADHD geta haft margvísleg áhrif í daglegu lífi. Á námskeiðinu skoðum við hvar þær liggja og aðferðir til að takast á við þær og ná betri tökum á þeim. Leiðbeinendur námskeiðsins eru Sigrún Jónsdóttir þroskaþjálfi og ADHD/einhverfu markþjálfi og ásamt Kristbjörg Kona ADHD markþjálfi. Námskeiðið fer fram í gegnum fjarfundarbúnað ZOOM tvo laugardaga í röð, 11. og 18. nóvember - sjá hér að neðan. Megin þemu námskeiðsins eru: Taugaþroskaröskunin ADHD Stýrifærni heilans Greiningarferli ADHD Mikilvægi greiningar og sáttar við greiningu Þróun sjálfsmyndarinnar og fylgiraskanir ADHD Hugræna líkanið Styrkleikar ADHD Bjargráð verða kynnt til sögunnar Kynning á meðferðarúrræðum fyrir ADHD Frekari upplýsingar og skráning má finna hér!

Sjónarhóll fær hvatningarverðlaun ADHD samtakanna 2023

Sjónarhóll - ráðgjafamiðstöð ses. hlýtur hvatningarverðlaun ADHD samtakanna árið 2023, fyrir ómetanlegan stuðning við börn með ADHD og fjölskyldur þeirra í hátt í 20 ár. Þetta var tilkynnt við upphaf 35 ára afmælisráðstefnu ADHD samtakanna - Betra líf með ADHD, sem haldin er á Grand hótel í dag og á morgun. Heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson og formaður ADHD samtakanna, Vilhjálmur Hjálmarsson afhentu framkvæmdastjóra Sjónarhóls, Bóasi Valdórssyni verðlaunin - viðurkenningarskjal og glæsilegt málverk eftir Mæju - Maríu Sif Daníelsdóttur.