29.09.2016
ADHD samtökin bjóða upp á sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir stráka í 8. til 10. bekk. Námskeiðið hefst laugardaginn 22. október 2016 en foreldrakynning verður fimmtudaginn 20. október. Skráningu er lokið.
19.09.2016
ADHD samtökin hafa efnt til samstarfs við Ragnhildi Bjarkadóttur og Hjördísi Unni Másdóttur, meistaranema í klínískri sálfræði við Háskólann í Reykjavík. Þær hyggjast rannsaka áhrif kjarnaeinkenna og fylgiraskana ADHD á bjargráð og samskiptafærni í parasamböndum. Óskað er eftir þátttakendum í rannsóknina, pörum sem eru í sambúð og hafa verið í a.m.k. sex mánuði.
14.09.2016
Hvatningarverðlaun Öryrkjabandalags Íslands eru veitt þeim sem hafa með verkum sínum stuðlað að einu samfélagi fyrir alla og endurspegla nútímalegar áherslur um þátttöku, sjálfstæði og jafnrétti fatlaðs fólks. Verðlaunin eiga að efla frumkvæði til nýrra verkefna og hugmyndavinnu í málaflokknum og skapa jákvæða ímynd fyrir fatlað fólk. Þau eiga að vera hvatning til að gera enn betur til innleiðingar á samfélagi sem endurspeglar einkunnarorð ÖBÍ, eitt samfélag fyrir alla. Lokadagur tilnefninga er á morgun - 15. september.
14.09.2016
ADHD samtökin bjóða upp á spjallfund í kvöld - miðvikudaginn 14. september. Fundurinn í kvöld er ætlaður fullorðnum með ADHD. Hann verður að Háaleitisbraut 13, í fundarsal á 4.hæð og hefst klukkan 20:30. Drífa Pálín Geirs leiðir fundinn en yfirskrift hans er "Við erum einstök". Allir velkomnir.