27.01.2021
28. janúar kl. 16:30-17:45 Grófinni, Hafnarstræti 95, 4. hæð
Spjallfundur - ADHD og heimanám
Jóna Kristín Gunnarsdóttir, kennari og stjórnarkona í ADHD samtökunum fer yfir helstu áskoranir sem nemendur með ADHD, kennarar og forráðamenn standa nú frammi fyrir. Samkomubann og raskanir á skólahaldi geta komið sérstaklega ílla við börn með ADHD og mikilvægt er að grípa til ráðstafana til að styðja þau í gegnum tímabilið. Ýmislegt er til ráða og mun Jóna Kristín miðla af reynslu sinni og svara spurningum eftir fremsta megni.
19.01.2021
Betra líf með ADHD. ADHD samtökin bjóða upp á opinn spjallfund með ADHD markþjálfa um áskoranir daglegs lífs með ADHD og leiðir til að njóta þess, miðvikudaginn 20. janúar nk. kl. 20:30. Fundurinn verður í fundarsal samtakanna að Háaleitisbraut 13 - IV. hæð og er ætlaður fullorðnum með ADHD og öllu áhugafólki um betra líf með ADHD.
19.01.2021
Fræðslunámskeið fyrir aðstandendur 6-12 ára barna með AHD verður haldið næstu tvo laugardaga, 23. og 30. janúar. Vegna fjöldatakmarkana er aðeins hægt að bæta við fjarfundarþátttakendum. Pabbar, mömmur, afar og ömmur - öll velkomin!
12.01.2021
Stjórn ADHD samtakanna fagnar þeirri breytingu sem gerð hefur verið á inntökuskilyrðum til starfsnáms í lögreglufræði. Frá og með árinu 2021 verður ADHD og/eða lyfjanotkun skv. læknisráði vegna ADHD ekki útilokandi þáttur í umsóknarferli og er hér stigið mikið framfaraskref.
07.01.2021
Skráning er hafin á öll helstu námskeið ADHD samtakanna á vorönn 2021. Um er að ræða sex námskeið, en fimm af þeim námskeiðum hafa verið haldin með einum eða öðrum hætti á liðnum árum og hafa hlotið mikið lof meðal þátttakenda. ADHD samtökin bjóða nú upp á nýtt námskeið sem ber heitið TÍA - Það er hnitmiðað og fjölbreytt námskeið um ADHD í tveim hlutum fyrir fagfólk sem starfar við íþrótta- og tómstundastarf og aðra aðila sem koma að skipulögðu starfi krakka með ADHD. Nánar má fræðast um námskeiðin hér að neðan. Félagsmenn ADHD samtakanna njóta sérstakra afsláttarkjara á öllum námskeiðunum, en fjöldi þátttakenda er takmarkaður - fystur kemur fyrstur fær. Hægt er að skrá sig í ADHD samtökin hér.
05.01.2021
Skráning er hafin á fræðslu- og sjálfsstyrkingarnámskeið ADHD samtakanna – Áfram stelpur! Námskeiðið hefst 19. janúar nk. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður, fyrstur kemur, fyrstur fær og félagsmenn ADHD samtakanna njóta sérkjara.