23.12.2013
Stjórn og starfsfólk ADHD samtakanna sendir landsmönnum öllum bestu óskir um gleðileg jól og gæfuríkt komandi ár. Við þökkum samskiptin og allan stuðninginn á árinu sem er að líða.
11.12.2013
Formaður og framkvæmdastjóri ADHD samtakanna skrifa landlækni opið bréf á visir.is í dag og óska eftir skýringum á fullyrðingum starfsmanna embættisins sem birtust í grein í Læknablaðinu um ADHD og fíkn.
11.12.2013
Miðvikudaginn 11. desember, efnum við til spjallfundar fyrir foreldra og forráðamenn. Yfirskrift fundarins er "Ánægjulegri aðventa". Elín Hrefna Garðarsdóttir, geðlæknir leiðir fundinn sem hefst klukkan 20:30.
02.12.2013
Frá og með gærdeginum, öðlaðist fólk sjálfkrafa rétt til fullrar greiðsluþátttöku sjúkratrygginga í lyfjakostnaði þegar það hefur náð þakinu sem skilgreinir hámarkskostnað einstaklings. Umsókn læknis, sem áður var krafist, er nú óþörf. ADHD samtökin fagna þessari breytingu í átt til einföldunar.