Gleðilega hátíð

Stjórn og starfsfólk ADHD samtakanna sendir landsmönnum öllum bestu óskir um gleðileg jól og gæfuríkt komandi ár. Við þökkum samskiptin og allan stuðninginn á árinu sem er að líða.

ADHD og mótsagnir um lyfjafíkn - Opið bréf til landlæknis

Formaður og framkvæmdastjóri ADHD samtakanna skrifa landlækni opið bréf á visir.is í dag og óska eftir skýringum á fullyrðingum starfsmanna embættisins sem birtust í grein í Læknablaðinu um ADHD og fíkn.

Síðasti spjallfundur ársins í kvöld

Miðvikudaginn 11. desember, efnum við til spjallfundar fyrir foreldra og forráðamenn. Yfirskrift fundarins er "Ánægjulegri aðventa". Elín Hrefna Garðarsdóttir, geðlæknir leiðir fundinn sem hefst klukkan 20:30.

Lyfjagreiðslukerfið einfaldað

Frá og með gærdeginum, öðlaðist fólk sjálfkrafa rétt til fullrar greiðsluþátttöku sjúkratrygginga í lyfjakostnaði þegar það hefur náð þakinu sem skilgreinir hámarkskostnað einstaklings. Umsókn læknis, sem áður var krafist, er nú óþörf. ADHD samtökin fagna þessari breytingu í átt til einföldunar.