“IT'S NOBODY'S FAULT, New Hope and Help for Difficult Children”
eftir Harold S. Koplewicz, M.D.
Þessi verðlaunabók sem skrifuð er fyrir foreldra segir með mörgum orðum að það er ekki
okkur foreldrum að kenna þótt börn okkar eigi við ýmis vandamál að etja. Þar af leiðandi
eigum við foreldrar ekki láta sektarkennd ná tökum á okkur.
Höfundur skiptir efninu upp í 3 meginkafla sem síðan er skipt í mismarga undirkafla.
Í fyrsta meginkafla er farið ítarlega út í það hvernig það er að búa með barni sem hefur
frávik í heilastarfseminni af einhverjum toga, hvaða áhrifa gæti orðið vart í persónuleika
barnsins og hvernig hægt sé að ala upp slíkt barn.
Annar meginkaflinn fjallar um það hvernig heilinn virkar og einnig fjallar þessi kafli um
lyfjagjöf.
Þriðji meginkaflinn er ítarleg umfjöllun um m.a ofvirkni, þráhyggju, félagslega fælni
(feimni), ósjálfrátt þvaglát, kvíðaköst, tourette, þunglyndi, geðhvarfasýki, átröskun,
einhverfu og asperger. Hver undirkafli fjallar um tiltekinn sjúkdóm, einkenni þess,
greininguna, hvernig heilastarfseminni er háttað, hvernig meðferð skal beita og einnig ráð
í sambandi við uppeldi.
Þetta er bók sem ég mæli með að foreldrar lesi því hún er auðskiljanleg ef fólk á annað
borð bjargar sér í enskum texta.
BÓKARHORNIÐ #2
Ofvirknibókin fyrir kennara og foreldra
eftir Rögnu Freyju Karlsdóttur sérkennara
Nú í sumar gaf Ragna Freyja Karlsdóttir út bókina Ofvirknibókin fyrir kennara og
foreldra. Þessi bók er kærkomin viðbót í íslenskt efni er fjallar um ýmsar athyglisraskanir
og slíkt efni en það verður því miður að segjast eins og er að það hefur ekki verið mikið
skrifað um slík efni hér á landi. Sem betur fer fyrir okkur foreldra þá hefur verið bætt úr
því núna að undanförnu.
Bók Rögnu Freyju sem hér er fjallað um er að mörgu leyti athyglisverð fyrir okkur
foreldra því hún veitir okkur smá innsýn í þá erfiðleika sem kennarar geta staðið
andspænis er þeir hafa barn með AMO (athyglisbrest með ofvirkni) í bekk sínum. Við
foreldrar vitum jú hvernig okkar börn eru heima fyrir en gerum okkur ef til vill ekki alveg
fullkomlega grein fyrir því hvernig þau starfa í skólaumhverfinu.
Í byrjun er fjallað um hvað AMO er, hvað veldur því að barn sé með AMO og ýmis
greinigarviðmið sem notuð eru.
Því næst eru kaflar er lúta að kennaranum, nemandanum með AMO og skólaumhverfinu.
Hér er fjallað um hlutina bæði frá sjónarhóli kennarans og nemandans. Kennsluskipulagið
er einnig tekið fyrir og bent á ýmsa þætti sem hægt er að breyta í kennslustofunni þannig
að barn með AMO nái að vinna í þessu oft á tíðum erfiða umhverfi.
Kaflar um heimilið koma svo og þar má finna ýmsan fróðleik sem að ég er ekki í
nokkrum vafa um að komi til með að gagnast foreldrum vel. Kaflinn þar sem fjallað er
um heimanámið er virkilega þess virði að lesa vel. Fyrirbyggjandi aðgerðum eru gerð
góð skil sem og einnig viðbrögðum við óæskilegu atferli og atferlismótandi aðgerðum.
Hvað er til ráða þegar vandinn er orðinn nær óyfirstíganlegur er fjallað um í kafla sem
nefnist Þrautaráð. Sá kafli er vel þess virði fyrir okkur öll að lesa vel.
Í lok bókarinnar eru svo ráðabankar fyrir kennara, ráðabankar fyrir foreldra og að síðustu
ráðabanki fyrir barnið með AMO.
Tilvitnanrinar sem notaðar eru í bókinni, ráðabankarnir svo og umhugsunarefnin sem
bent er á gera þessa bók einstæða lesningu.
Eftir lestur þessarar bókar þá er það mín skoðun að við öll sem vinnum með börnum er
hafa einhverja röskun og hvort sem við erum foreldrar, kennarar eða meðferðaraðilar
ættum að lesa þessa bók vel. Í henni eru að finna mjög margar vísbendingar er við getum
svo hæglega notað til þess að gera veru barnsins í skólanum léttari. Ég sem foreldri fagna
þessari bók en mikið hefði ég viljað að hún hefði komið út fyrir löngu eða á þeim tíma
sem að ég sat alla daga yfir heimanámi barna minna. Er það von mín og trú að þessi bók
eigi eftir að hjálpa mörgum í daglegri baráttu við lærdóminn.
Kristín I. Guðmundsdóttir, stjórnarmaður og foreldri
Kristín I. Guðmundsdóttir var gjaldkeri félagsins í áratug en auk þess hefur hún verið
óþreytandi við að skrifa í fréttabréfið allt frá upphafi. Hún hefur sótt fundi og ráðstefnur
og náð sér í bækur og annað efni sem hún hefur svo fjallað um þannig að það gangist
fleirum. Þannig vinnubrögð eru til fyrirmyndar og ekki væri amalegt fyrir ritstrjóra að
hafa fleiri sem gæfu sér tíma til þessa.
“IT'S NOBODY'S FAULT, New Hope and Help for Difficult Children”
eftir Harold S. Koplewicz, M.D.
Þessi verðlaunabók sem skrifuð er fyrir foreldra segir með mörgum orðum að það er ekki
okkur foreldrum að kenna þótt börn okkar eigi við ýmis vandamál að etja. Þar af leiðandi
eigum við foreldrar ekki láta sektarkennd ná tökum á okkur.
Höfundur skiptir efninu upp í 3 meginkafla sem síðan er skipt í mismarga undirkafla.
Í fyrsta meginkafla er farið ítarlega út í það hvernig það er að búa með barni sem hefur
frávik í heilastarfseminni af einhverjum toga, hvaða áhrifa gæti orðið vart í persónuleika
barnsins og hvernig hægt sé að ala upp slíkt barn.
Annar meginkaflinn fjallar um það hvernig heilinn virkar og einnig fjallar þessi kafli um
lyfjagjöf.
Þriðji meginkaflinn er ítarleg umfjöllun um m.a ofvirkni, þráhyggju, félagslega fælni
(feimni), ósjálfrátt þvaglát, kvíðaköst, tourette, þunglyndi, geðhvarfasýki, átröskun,
einhverfu og asperger. Hver undirkafli fjallar um tiltekinn sjúkdóm, einkenni þess,
greininguna, hvernig heilastarfseminni er háttað, hvernig meðferð skal beita og einnig ráð
í sambandi við uppeldi.
Þetta er bók sem ég mæli með að foreldrar lesi því hún er auðskiljanleg ef fólk á annað
borð bjargar sér í enskum texta.
BÓKARHORNIÐ #2
Ofvirknibókin fyrir kennara og foreldra
eftir Rögnu Freyju Karlsdóttur sérkennara
Nú í sumar gaf Ragna Freyja Karlsdóttir út bókina Ofvirknibókin fyrir kennara og
foreldra. Þessi bók er kærkomin viðbót í íslenskt efni er fjallar um ýmsar athyglisraskanir
og slíkt efni en það verður því miður að segjast eins og er að það hefur ekki verið mikið
skrifað um slík efni hér á landi. Sem betur fer fyrir okkur foreldra þá hefur verið bætt úr
því núna að undanförnu.
Bók Rögnu Freyju sem hér er fjallað um er að mörgu leyti athyglisverð fyrir okkur
foreldra því hún veitir okkur smá innsýn í þá erfiðleika sem kennarar geta staðið
andspænis er þeir hafa barn með AMO (athyglisbrest með ofvirkni) í bekk sínum. Við
foreldrar vitum jú hvernig okkar börn eru heima fyrir en gerum okkur ef til vill ekki alveg
fullkomlega grein fyrir því hvernig þau starfa í skólaumhverfinu.
Í byrjun er fjallað um hvað AMO er, hvað veldur því að barn sé með AMO og ýmis
greinigarviðmið sem notuð eru.
Því næst eru kaflar er lúta að kennaranum, nemandanum með AMO og skólaumhverfinu.
Hér er fjallað um hlutina bæði frá sjónarhóli kennarans og nemandans. Kennsluskipulagið
er einnig tekið fyrir og bent á ýmsa þætti sem hægt er að breyta í kennslustofunni þannig
að barn með AMO nái að vinna í þessu oft á tíðum erfiða umhverfi.
Kaflar um heimilið koma svo og þar má finna ýmsan fróðleik sem að ég er ekki í
nokkrum vafa um að komi til með að gagnast foreldrum vel. Kaflinn þar sem fjallað er
um heimanámið er virkilega þess virði að lesa vel. Fyrirbyggjandi aðgerðum eru gerð
góð skil sem og einnig viðbrögðum við óæskilegu atferli og atferlismótandi aðgerðum.
Hvað er til ráða þegar vandinn er orðinn nær óyfirstíganlegur er fjallað um í kafla sem
nefnist Þrautaráð. Sá kafli er vel þess virði fyrir okkur öll að lesa vel.
Í lok bókarinnar eru svo ráðabankar fyrir kennara, ráðabankar fyrir foreldra og að síðustu
ráðabanki fyrir barnið með AMO.
Tilvitnanrinar sem notaðar eru í bókinni, ráðabankarnir svo og umhugsunarefnin sem
bent er á gera þessa bók einstæða lesningu.
Eftir lestur þessarar bókar þá er það mín skoðun að við öll sem vinnum með börnum er
hafa einhverja röskun og hvort sem við erum foreldrar, kennarar eða meðferðaraðilar
ættum að lesa þessa bók vel. Í henni eru að finna mjög margar vísbendingar er við getum
svo hæglega notað til þess að gera veru barnsins í skólanum léttari. Ég sem foreldri fagna
þessari bók en mikið hefði ég viljað að hún hefði komið út fyrir löngu eða á þeim tíma
sem að ég sat alla daga yfir heimanámi barna minna. Er það von mín og trú að þessi bók
eigi eftir að hjálpa mörgum í daglegri baráttu við lærdóminn.
Kristín I. Guðmundsdóttir, stjórnarmaður og foreldri
Kristín I. Guðmundsdóttir var gjaldkeri félagsins í áratug en auk þess hefur hún verið
óþreytandi við að skrifa í fréttabréfið allt frá upphafi. Hún hefur sótt fundi og ráðstefnur
og náð sér í bækur og annað efni sem hún hefur svo fjallað um þannig að það gangist
fleirum. Þannig vinnubrögð eru til fyrirmyndar og ekki væri amalegt fyrir ritstrjóra að
hafa fleiri sem gæfu sér tíma til þessa.