08.04.2015
Skráningu er að ljúka á GPS- sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir stúlkur sem hefst 18. apríl.
07.04.2015
Minnum á spjallfundinn á morgun, miðvikudag 8. apríl fyrir foreldra og forráðamenn. Yfirskrift fundarins er ADHD og lyf. Elín Hrefna Garðarsdóttir geðlæknir og Vilhjálmur Hjálmarsson leiða fundinn. Fundurinn verður að Háaleitisbraut 13 - 4.hæð og hefst klukkan 20:30 Allir velkomnir í kaffi og notalega stund án endurgjalds.
04.04.2015
Kæru félagsmenn, velunnarar og vinir, við óskum ykkur gleðilegra páska. Skrifstofa ADHD opnar á ný þriðjudaginn 7. apríl klukkan 13:00.
30.03.2015
Síðasti Náum áttum morgunverðarfundur vetrarins verður þann 15. apríl næstkomandi á Grand Hóteli. Yfirskrift fundarins að þessu sinni verður Einelti – úrræði og forvarnir.
24.03.2015
ADHD og leiðir til að efla einbeitingu og úthald barna með ADHD er umfjöllunarefni Fimmtudagsfræðslunnar, í Gerðubergi 26. mars kl. 17.00 - 18.30. Fimmtudagsfræðslan er opin fræðsla fyrir foreldra í Breiðholti annan hvorn fimmtudag en það er Þjónustumiðstöð Breiðholts sem stendur að fræðslunni, í samvinnu við Menntun Núna og Borgarbókasafnið - Menningarhús Gerðubergi.
24.03.2015
Aðalfundur ADHD samtakanna 2015 var haldinn í kvöld, mánudag 23. mars. Fundurinn var einn sá fjölmennasti sem haldinn hefur verið síðustu árin. Kosið var í stjórn samtakanna og var Elín H. Hinriksdóttir endurkjörin formaður til tveggja ára. Tveir nýir fulltrúar koma inn í stjórn, þau Sólveig Ásgrímsdóttir, sálfræðingur og Ásta Sóley Sigurðardóttir, lögfræðingur. Þá samþykkti aðalfundurinn breytingu á lögum ADHD samtakanna sem kveður m.a. á um að formaður megi aldrei sitja lengur en þrjú heil kjörtímabil samfellt.
19.03.2015
Minnum á bókina "Leyndardómar heilans - láttu verkin tala" á alþjóðlegri heilaviku.
18.03.2015
Fræðslu- og spjallfundur fyrir fullorðna um ADHD og fíkn verður haldinn í kvöld klukkan 20.30 á Háaleitisbraut 13.
17.03.2015
Náum áttum, opinn samstarfshópur um fræðslu- og forvarnamál efnir til morgunverðarfundar á Grand Hóteli, miðvikudagin 18. mars undir yfirskriftinni "Geðheilbrigði barna"
17.03.2015
Barnaheill - Save the Children á Íslandi halda úti fræðsluvefnum verndumbörn.is. Samtökin hafa gefið út nýjan upplýsingabækling um vefinn og ofbeldi gegn börnum. Hægt er að nálgast bæklinginn endurgjaldslaust á skrifstofu Barnaheilla eða panta hann á barnaheill@barnaheill.is.