30.01.2014
Boðið verður upp á Vídeó / spjallfundi fram til vors 2014 í húsnæði ADHD samtakanna að Háaleitisbraut 13.
Alls verður boðið upp á 8 slíka fundi en góðsfúslegt leyfi eigenda myndbandanna fékkst til að sýna þau á vegum ADHD samtakanna. Fyrsti fundurinn verður þriðjudaginn 4. febrúar en þá verður sýnd myndin ADD and loving it.
28.01.2014
Minnum á spjallfundinn annað kvöld kl. 20:30 miðvikudaginn 29. janúar fyrir fullorðna. Yfirskrift fundarins er "ADHD og fjármál".
Vilhjálmur Hjálmarsson, leikari og fullorðinn með ADHD leiðir fundinn.
Fundurinn verður í húsnæði ADHD samtakanna, Háaleitisbraut 13, 2.hæð. Allir velkomnir, ókeypis aðgangur!
27.01.2014
ADHD-teymi Landspítalans mun í vor hefja sálfræðimeðferð fyrir fullorðna einstaklinga með ADHD. Teymið mun þá veita þeim þjónustu sem hefur verið vísað til teymisins. Brynjar Emilsson sálfræðingur í ADHD teyminu segir að langflestum sé vísað til teymisins af heilsugæslulæknum, en einnig af læknum á spítalanum og sérfræðilæknum. „Lyfjakostnaður er gífurlegur og sálfræðimeðferðin er ódýrari. Í flestöllum rannsóknum í þessum fræðum hefur sálfræðimeðferð og lyfjameðferð samhliða henni gefið langbesta niðurstöðu,“ segir Brynjar en tekur fram að það sé þó ekki í öllum tilvikum.
24.01.2014
Þar verður veitt fræðsla um athyglisbrest á fullorðinsárum og kenndar leiðir til að draga úr hamlandi áhrifum athyglisbrests með bættu skipulagi, athygli, minnistækni, tímastjórnun og bjargráðum við frestunaráráttu. Námskeiðið hefst fimmtudaginn 6. febrúar.
22.01.2014
Minnum á spjallfundinn í kvöld kl. 20:30 miðvikudaginn 22. janúar fyrir foreldra og forráðamenn. Yfirskrift fundarins er "Dagleg rútína". Sigríður Stephensen Pálsdóttir, félagsráðgjafi leiðir fundinn. Fundurinn verður í húsnæði ADHD samtakanna, Háaleitisbraut 13, 2.hæð. Allir velkomnir, ókeypis aðgangur!
17.01.2014
Náum áttum, opinn samstarfshópur um fræðslu- og forvarnamál efnir til morgunverðarfundar á Grand Hótel næstkomandi miðvikudag, 22. janúar undir yfirskriftinni "Brotthvarf úr framhaldsskólum". Þar verður sjónum beint að því hvar við stöndum varðandi brottfall nemenda, hvað tölur segja, hvaða úrræði eru til staðar, virkni þeirra og hvaða úrræða er þörf.
06.01.2014
Tímasetningar spjallfunda ADHD samtakanna á nýju ári liggja nú fyrir en alls verða 10 spjallfundir fram til vors. Fyrsti fundurinn verður miðvikudaginn 22. janúar og hefst hann klukkan 20:30.