30.04.2015
Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna, sem hefur eftirlit með því hvernig aðildarríki að Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna uppfylla skyldur sínar, hefur gert alvarlegar athugasemdir við hversu langir biðlistar og biðtími er á Íslandi eftir greiningum fyrir börn með ofvirkni og athyglisbrest (ADHD) og aðrar slíkar raskanir. Finnst okkur viðunandi að þetta sé svona í okkar ríka landi og að ekki hafi verið úr þessu bætt þó að þetta stangist á við skyldur okkar samkvæmt Barnasáttmálanum? Þannig spyr Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar í grein sem hann ritar á grindvik.net
29.04.2015
Félagsfólk ÖBÍ fylkir sér 1. maí á bak við kröfu samtakanna um jafnan rétt á vinnumarkaði. Aðildarfélagar eru hvattir til að sýna samstöðu og taka þátt í kröfugöngu og hátíðahöldum í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins föstudaginn 1. maí. Farið verður frá Hlemmi kl. 13.30 og einnig verður hægt að sameinast göngunni á leiðinni niður Laugaveg eða við Ingólfstorg, þar sem henni lýkur.
22.04.2015
ADHD samtökin senda félagsmönnum sínum og landsmönnum öllum bestu óskir um gleðilegt sumar með þökk fyrir veturinn. Sumarbyrjun verður líkt og veturinn, viðburðaríkur. Námskeið, fræðslufundir, og fleira verður í boði. Njótið komandi sumars og hafið þökk fyrir allan stuðninginn við starf ADHD samtakanna.
20.04.2015
ADHD samtökin bjóða á ný upp á fræðslunámskeið og ráðgjöf fyrir fullorðna með ADHD. Námskeiðið nefnist "Taktu stjórnina" og stendur í 10 klukkustundir, laugardaginn 9. maí og sunnudaginn 17. maí. Skráning er hafin á vef samtakanna en fjöldi þátttakenda er takmarkaður.
15.04.2015
Hversu langir eru biðlistar og biðtími eftir greiningu á ofvirkni og athyglisbresti (ADHD) og skyldum röskunum hjá börnum? Þannig spyr Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar en fyrirspurn hans til Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbigðisráðherra var lögð fram á Alþingi í dag. Páll Valur er einn talsmanna barna á Alþingi en hópinn skipa þingmenn úr öllum flokkum sem hafa setið námskeið á vegum UNICEF, Barnaheilla og Umboðsmanns barna um Barnasáttmálann og notkun hans sem hagnýts verkfæris við ákvarðanatöku og stefnumótun.
15.04.2015
Minnum á spjallfundinn í kvöld, miðvikudag, 15. apríl fyrir fullorðna. Yfirskrift fundarins er ADHD og lyf. Elín Hrefna Garðarsdóttir geðlæknir og Vilhjálmur Hjálmarsson leiða fundinn. Fundurinn verður að Háaleitisbraut 13 - 4.hæð og hefst klukkan 20:30 Allir velkomnir í kaffi og notalega stund án endurgjalds.
08.04.2015
Skráningu er að ljúka á GPS- sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir stúlkur sem hefst 18. apríl.
07.04.2015
Minnum á spjallfundinn á morgun, miðvikudag 8. apríl fyrir foreldra og forráðamenn. Yfirskrift fundarins er ADHD og lyf. Elín Hrefna Garðarsdóttir geðlæknir og Vilhjálmur Hjálmarsson leiða fundinn. Fundurinn verður að Háaleitisbraut 13 - 4.hæð og hefst klukkan 20:30 Allir velkomnir í kaffi og notalega stund án endurgjalds.
04.04.2015
Kæru félagsmenn, velunnarar og vinir, við óskum ykkur gleðilegra páska. Skrifstofa ADHD opnar á ný þriðjudaginn 7. apríl klukkan 13:00.