ADHD fræðsluefni

Kærleikur í kaos (banner)

Vantar þig aðstoð og góð ráð til að takast á við ADHD einkenni barnsins þíns? Þá er foreldranámskeiðið Kærleikur í kaos rétta skrefið. Og það sem meira er... þú getur byrjað strax í dag!

Kærleikur í kaos er alltaf aðgengilegt

Kærleikur í kaos foreldranámskeiðið fer alfarið fram á vefnum, byggt upp sem fimm gagnvirkir þættir sem hver og einn getur nýtt á sínum hraða, hvar sem er og hvenær sem er. Þú getur valið að fara í gegnum alla þættina eða einungis þann sem hentar þínum aðstæðum og tekur á þeim verkefnum sem barnið og fjölskyldan glímir við hverju sinni.

Kærleikur í kaos er ætlað foreldrum barna á aldrinum 3 - 10 ára með ADHD og skyldar raskanir og byggist á dönsku foreldranámskeiði KIK – Nu! sem hefur nú verið þýtt og staðfært yfir á íslensku. Námskeiðið er vísindalega árangursmælt og hefur hlotið alþjóðlega viðurkenningu. Niðurstaðan hefur leitt í ljós að foreldrar öðlast betri færni í uppeldi barna með ADHD, árekstrum fækkar og það bætir um leið samband foreldra og barns.

Kærleikur í kaos foreldranámskeiðið er fyrir allar fjölskyldur sem þekkja ADHD af eigin raun. Námskeiðið er endurgjaldslaust fyrir félagsfólk ADHD samtakanna og fjölskyldur þeirra, utanfélagsfólk greiðir 7.900 krónur fyrir aðgang að námskeiðinu. Námskeiðið er einnig ætlað fagfólki sem hefur áhuga á að bæta þekkingu sína.

Félagsfólk í ADHD samtökunum skrá sig inn með netfangi hér að neðan. Einnig er möguleiki að kaupa aðgang að efninu hér.

Ef þú telur þig vera félagi í ADHD samtökunum en færð ekki aðgang, sendu þá póst á adhd@adhd.is

Fyrsti þáttur Barn með
ADHD
Í þessum þætti lítum við á orsakir ADHD og birtingarmyndir.
Aðgengilegt innskráðum
Annar þáttur Fjölskyldan
Í þessum þætti skoðum við nánar hvernig skapa má ADHD vænt fjölskyldulíf þar sem allir í fjölskyldunni fái notið sín.
Aðgengilegt innskráðum
Þriðji þáttur Leik- og
grunnskóli
Í þessum þætti fjöllum við nánar um á hvaða hátt foreldrar geta stutt barnið í leik-og grunnskóla.
Aðgengilegt innskráðum
Fjórði þáttur Viðurkenning
Í þessum þætti förum við yfir hvernig nota má hrós og viðurkenningu til að draga úr átökum við barnið og auka sjálfstraust þess.
Aðgengilegt innskráðum
Fimmti þáttur Forðastu
neikvæða
athygli
Í þessum þætti skoðum við hvernig hægt er að stuðla að jákvæðri hegðun með því að hunsa þá neikvæðu.
Aðgengilegt innskráðum