31.12.2015
ADHD samtökin óska félagsmönnum, velunnurum og landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs. Takk fyrir samskiptin á liðnu ári og allan hlýhug og stuðning á árinu 2015. Megi nýtt ár færa okkur öllum gæfu og gleði.
23.12.2015
Stjórn og starfsfólk ADHD samtakanna óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og velfarnaðar á komandi ári, með þökk fyrir samskiptin á árinu sem er að líða. Skrifstofa ADHD Samtakanna verður lokuð frá og með 22. desember. Skrifstofan opnar að nýju 4. janúar 2016 kl. 13:00
22.12.2015
Björk Þórarinsdóttir fyrrverandi gjaldkeri og formaður ADHD samtakanna er látin. Björk var 51 árs að aldri þegar hún varð bráðkvödd fimmtudaginn 17. desember.
11.12.2015
ADHD samtökin hafa ásamt fjórum öðrum samtökum, sem vinna að réttindum og velferð barna, sent áskorun til stjórnvalda þar sem skorað er á þau að fara að lögum og tryggja börnum rétt sinn.
01.12.2015
"Mig setti hljóðan við orð Haraldar Einarssonar á Alþingi þann 12. nóvember, þar sem þingmaðurinn fullyrti „að draga mætti úr eða nánast lækna 63% þeirra sem greinast með ADHD með breyttu mataræði“. Máli sínu til stuðnings vísaði Haraldur til bókarinnar Meltingarvegurinn og geðheilsa eftir Dr. Natöshu Campbell-McBride. Sagði efnið nokkuð torlesið, en ítrekar að höfundur rökstyðji mál sitt rækilega. Mér væri ljúft og skylt að senda Haraldi nokkra tengla til upplýsingar," skrifar Vilhjálmur Hjálmarsson, einstaklingur með ADHD í Fréttablaðið í dag.