Myndrænt skipulag
Myndir fyrir myndrænt skipulag og félagsfærnisögur eins og myndir fyrir helstu lögboðna frídaga, athafnir og tilfinningar.
Vefsíða: krossgatan.is
Listi yfir ókeypis myndabanka á netinu.
Vefsíða: TMF Tölvumiðstöðvarinnar
Frekari upplýsingar um PECS -
Vefsíða: Myndrænt boðskiptakerfi
Glærur eftir Bóas Valdórsson sálfræðing og Írisi Dögg Sigurðardóttur þroskaþjálfa
Umbunarkerfi - Myndrænt skipulag - Félagsfærnisögur
Félagsfærnisögur
Stuttar leiðbeiningar teknar saman af Ásdísi Bergþórsdóttur, sálfræðingi.
Vefsíða: krossgatan.is
Rafrænn bæklingur: Félagshæfnisögur eftir Bryndísi Sumarliðadóttur.
Vefsíða: einhverfa.is
Hvað fæst hvar?
Peltor heyrnarhlífar fyrir börn er hægt að kaupa víða, meðal annars hjá:
A4, Allt merkilegt, Byko, Dynjanda, Húsasmiðjunni, Kemi og á flugeldamörkuðum björgunarsveitanna.
Heyrnarhlífar fyrir fullorðna eru til í miklu úrvali og í mörgum verðflokkum. Einnig er hægt að kaupa heyrnartól sem draga úr umhverfishljóðum (noise cancelling), fást í:
Origo og Elko.
ABC Skólavörur eru einnig með heyrnarhlífar, sessur og ýmsar vörur tengdar skynjun.
Tímavakar fást meðal annars í vefverslun hjá okkur, A4, ABC Skólavörur og Krumma en þar er líka hægt að fá mikið af vörum tengdum skynjun.
Netverslunin Skynörvun er með allskyns vörur tengdar skynjun og skynörvun.
Hjá ADHD samtökunum eru fáanlegir Fikt Teningar (Fidget Cube), Útrásarteygjur (Bouncy bands), Slökunarflækjur (Tingle tangle), Skipulagsseglar (Pictogram) Calmer eyrnatappar og Tímavakar. Einnig er til mikið úrval bóka.
Protac kúlusessur, sængur og fleira eru fáanlegt hjá Stuðlaberg en þær er oft hægt að fá lánaðar heim til prufu í nokkra daga. Einnig eru seldar jafnvægissessur hjá ABC skólavörum.
Sofðu rótt selur Cura þyngingarsæng sem er margnota teppi eða sæng sem hægt er að nota sem hefðbundna sæng eða notalegt teppi uppi í sófa. Kemur í mismunandi þyngdarflokkum.
Einning hefur verið hægt að fá þyngingarsængur í JYSK og Costco.