Spennandi og fjölbreytt námskeið ADHD samtakanna vorið 2025
16.12.2024
Nú stefnum við hraðbyri inn í nýtt ár og ADHD samtökin halda áfram að bjóða upp á fjölbreytt úrval af námskeiðum á nýju ári. Alls verða níu námskeið fyrri hluta ársins 2025 og mögulega bætast við fleiri. Þau námskeið sem eru nú í boði hafa öll verið kennd áður og hlotið mikið lof þátttakenda. Gott úrval er bæði af námskeiðum í staðkennslu og í fjarkennslu, þannig að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi - hvar sem er á landinu.
Félagsmenn ADHD samtakanna njóta sérstakra afsláttarkjara á öllum námskeiðunum. Hægt er að ganga í ADHD samtökin hér - ganga í ADHD samtökin.