Fyrirlestur Mark Patey: ADHD – Verðmæt vöggugjöf: SKRÁNING VIÐ INNGANGINN

ADHD samtökin bjóða félagsmönnum og öðrum upp á athyglisverðan fyrirlestur í Neskirkju 21. ágúst.

Svellköld herferð í þágu góðra málefna

ADHD samtökin eru ein þeirra samtaka sem Mýrarboltamenn fyrir Vestan völdu til þátttöku í herferð sem hrundið var af stað í dag. Annars vegar er ætlunin að vekja athygli á málefnum hverra samtaka fyrir sig og hins vegar að leggja samtökunum fjárhagslegt lið. Það gera netnotendur með því að fara inn á

Hlaupum til góðs

Nítján þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka hafa ákveðið að hlaupa í þágu ADHD samtakanna og sett af stað áheitasöfnun. ADHD samtökin eru eitt 74 góðgerðarfélaga sem þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka geta hlaupið fyrir í ágúst næstkomandi og um leið vakið athygli á málstaðnum. Þrítugasta Reykjavíkurmaraþonið fer fram laugardaginn 24. ágúst. Áheitasöfnun fer fram á vefnum hlaupastyrkur.is.

Sumarlokun

Skrifstofa ADHD samtakanna verður lokuð vegna sumarleyfa frá 15. júlí. Við opnum aftur þriðjudaginn 6. ágúst.

Myndband frá afmælishátið ADHD

Skemmtilegt myndband Margrétar Jochumsdóttur frá afmælishátíð ADHD samtakanna í Guðmundarlundi er komið á vefinn. Njótið vel :)