01.11.2017
ADHD samtökin bjóða upp á spjallfund í kvöld, miðvikudaginn 1. nóvember 2017 kl. 20:30. Fundurinn verður í fundarsal að Háaleitisbraut 13 - IV.hæð og er ætlaður foreldrum og forráðamönnum barna með ADHD. Yfirskrift fundarins er "ADHD og lyf" og eru umsjónarmenn Elín Hrefna Garðarsdóttir og Vilhjálmur Hjálmarsson. Allir eru velkomnir, heitt á könnunni og kósý stemmning sem kostar ekkert. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.
27.10.2017
Málþing ADHD samtakanna, "Ferðalag í flughálku", fór fram í dag en það var liður í Alþjóðlegum ADHD vitundarmánuði. Markmiðið með málþinginu var að varpa ljósi á stöðu ungmenna með ADHD. Sólveig Ásgrímsdóttir, sálfræðingur segir mikilvægt að muna að hrósa, þar sem ungmenni með ADHD fái oft lítið annað en gagnrýni. Jóna Kristín Gunnarsdóttir, kennari við Borgarhólsskóla á Húsavík kynnti á málþinginu þróunarverkefni sem hún hefur unnið að frá árinu 2010 en það nefnist "Að beisla hugann" og er ætlað börnum og ungmennum með ADHD.
26.10.2017
Sálfræðiþjónusta er líka heilbrigðisþjónusta að mati nær allra landsmanna. Yfir 90% svarenda í nýrri könnun Gallup, sem gerð var fyrir Öryrkjabandalag Íslands, telja að sálfræðiþjónusta og tannlækningar eigi að vera niðurgreidd fyrir alla Íslendinga með sama hætti og önnur heilbrigðisþjónusta eins og þjónusta heilsugæslu, sjúkrahúsa og sérfræðilækna. Þetta tónar við undirskriftasöfnun sem ADHD samtökin stóðu fyrir, ásamt sjö öðrum hagsmunasamtökum. Rúmlega ellefu þúsund undirskriftir voru afhentar heilbrigðisráðherra í byrjun árs með kröfu um að fella sálfræðiþjónustu nú þegar undir greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands. Ekkert bólar þó á aðgerðum og þurfa einstaklingar enn að leggja út tugi þúsunda króna, þurfi þeir að leita sálfræðihjálpar. Þessu óréttlæti verður að breyta nú þegar.
23.10.2017
ADHD samtökin efna til málþings á Hótel Hilton Nordica, föstudaginn 27. október undir yfirskriftinni "Ferðalag í flughálku". Markmiðið er að varpa ljósi á stöðu ungmenna með ADHD. Hvernig er staðan í dag og hvaða úrræði eru í boði? Skránign er í fullum gangi á vef ADHD samtakanna.
18.10.2017
ADHD samtökin gáfu í dag út bókina „Ferðalag í flughálku – Unglingar og ADHD“ eftir Sólveigu Ásgrímsdóttur, sálfræðing og fyrrverandi forstöðumann á Stuðlum. Höfundur tileinkar bókina starfsfólki og skjólstæðingum Meðferðarstöðvar ríkisins að Stuðlum. Efnt var til útgáfuhófs í verslun Pennans við Austurstræti þar sem Þorsteini Eyþórssyni var afhent fyrsta eintak bókarinnar. Þorsteinn hjólaði hringinn síðastliðið sumar, safnaði áheitum og tryggði fjárhagslegan grundvöll útgáfunnar.
18.10.2017
ADHD samtökin gáfu í dag út bókina „Ferðalag í flughálku – Unglingar og ADHD“ eftir Sólveigu Ásgrímsdóttur, sálfræðing og fyrrverandi forstöðumann á Stuðlum. Höfundur tileinkar bókina starfsfólki og skjólstæðingum Meðferðarstöðvar ríkisins að Stuðlum. Efnt var til útgáfuhófs í verslun Pennans við Austurstræti þar sem Þorsteini Eyþórssyni var afhent fyrsta eintak bókarinnar. Þorsteinn hjólaði hringinn síðastliðið sumar, safnaði áheitum og tryggði fjárhagslegan grundvöll útgáfunnar.
18.10.2017
ADHD samtökin bjóða upp á spjallfund í kvöld, miðvikudaginn 18. október 2017 kl. 20:30. Fundurinn verður í fundarsal að Háaleitisbraut 13 - IV.hæð og er ætlaður fullorðnum með ADHD. Yfirskrift fundarins er "Við erum einstök" og er umsjónarmaður Hákon Helgi Leifsson. Allir eru velkomnir, heitt á könnunni og kósý stemmning sem kostar ekkert. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.
13.10.2017
Góður andi ríkti á fræðslufundi ADHD samtakanna í húsakynnum Íþróttaakademíunnar í Reykjanesbæ í gærkvöld. Efnt var til fundarins í samstarfi við Reykjanesapótek og bæjaryfirvöld. Elín Hrefna Garðarsdóttir geðlæknir og Vilhjálmur Hjálmarsson, leikari fjölluðu þar um ADHD og lyf.
10.10.2017
ADHD samtökin bjóða Suðurnesjabúum upp á fræðslufund um ADHD og lyf næstkomandi fimmtudagskvöld. Fundurinn er í samvinnu við Reykjanessapótek og bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ. Fyrirlesarar eru Elín Hrefna Garðarsdóttir, geðlæknir og Vilhjálmur Hjálmarsson, leikari. Fundurinn verður í Íþróttaakademíunni v/Krossmóa, Sunnubraut 35, Reykjanesbæ og hefst klukkan 19:00. Fundurinn er öllum opinn og er aðgangur ókeypis.
07.10.2017
Sala endurskinsmerkja ADHD samtakanna stendur nú sem hæst. Sölufólk býður merkin í Smáralind, Kringlunni og á Glerártorgi á Akureyri um helgina. Þá er sölufólk víða um land, m.a. á Blönduósi, Sauðárkróki, Akranesi, í Borgarnesi og víðar. Við þökkum fyrir afar góðar móttökur og allan þann stuðning sem samtökunum er sýndur.