Lestrarerfiðleikar/lesblinda

 

  

Talgervlar í tölvum

Talgervill les upp allan texta sem er skrifaður eða birtist í tölvu. Forrit með talgervlum eru til á flestum tungumálum. Á Íslandi höfum við helst verið að nota forritið Ivona Reader með talgervla röddunum Karl og Dóru.  Forritin vinna enn sem komið er best á PC tölvum. Þegar búið er að hlaða niður Ivona með íslenskum talgervlaröddum er hægt að kalla fram raddirnar í öðrum talgervla forritum.

Íslensku talgervlaraddirnar Karl og Dóra koma í forritinu Ivona Reader.

Ivona Reader forrit með  íslensku talgervils röddunum Karl og Dóru.
Lánþegar Hlóðbókasafnsins fá Ivona Reader forritið frítt úthlutað aðrir geta keypt forritið hjá Blindrafélaginu sem  er söluaðili. Nánari upplýsingar er að fá hjá Blindrafélaginu.

Tölvumiðstöð fatlaðra heldur námskeið í Ivona Reader forritinu.

TTS Enine for IVONA Ivona talegervill með íslensku röddunum er frír í Play Store fyrir Android stýrikerfið.

IRIScan Mouse.  Mús sem er líka skanni. Hægt að skanna inn texta og fá hann t.d. upplesinn með Ivona MiniReader sem fylgir Ivona Reader forritinu.

Natural Reader er ókeypis enskur talgervill, líka hægt að kaupa einstaklingsútgáfu sem býður t.d upp á að tengja upplesturinn beint inn í Office forrit, Explorer og Firefox. Þegar búið er að hlaða niður íslenskum röddum er hægt að kalla þær fram í Natural Reader.   Með Foxit Reader forritinu sem er PDF lesari er hægt að skrifa beint inn á PDF skjöl eins og t.d. vinnubækur frá Námsgagnastofnun sjá nánar undir búnaður.
Að koma sér af stað í Foxit Reader, stuttur leiðarvísir.

Adgangforalle, ókeypis danskur talgervill. Les danskar síður og texta.

LesVefurinn um læsi og lestrarerfiðleika.

Norræni DVD diskurinn frá 2006 um lestrar-og ritstuðning.