Laus pláss í sumarbúðirnar Stelpur í stuði
27.06.2018
Enn eru laus pláss í sumarbúðirnar Stelpur í stuði í Vindáshlíð. Flokkurinn er ætlaður 10 til 12 ára stelpum með ADHD. Skráning fer fram á vef KFUM.
Hlíðarmeyjar í Vindáshlíð bjóða uppá sumarbúðir fyrir 10-12 ára stúlkur með athyglisbrest, ofvirkni og skyldar raskanir. Að þessu sinni verður flokkurinn Stelpur í stuði frá 30. júlí og til 2. ágústs.
Markmiðið með Stelpum í stuði er að bjóða þennan hóp stúlkna velkominn í sumarbúðir í Vindáshlíð þar sem þörfum þeirra verður mætt á skilningsríkan og uppbyggilegan hátt.
Starfsmenn sumarbúðanna munu starfa og halda utan um ævintýralega og skemmilega dagskrá ásamt sérfræðingum sem hafa fagþekkingu og reynslu við að vinna með börnum með ADHD. Það verða því fleiri starfsmenn í þessum tiltekna flokk til að koma sem best til móts við þarfir stúlknanna sem mæta í hann.
Skráning fer fram á:
http://www.kfum.is/sumarstarf/vindashlid/stelpur-i-studi/