01.09.2015
Óskað er eftir tilnefningum til hvatningarverðlauna ÖBÍ 2015 fyrir 15. september nk. Verðlaunin eru veitt þeim sem þykja hafa skarað fram úr og endurspeglað áherslur um jafnrétti, sjálfstætt líf og þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu og stuðlað að einu samfélagi fyrir alla.
25.08.2015
Rúmlega fjörutíu þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka ákáðu að hlaupa í þágu ADHD samtakanna og settu af stað áheitasöfnun. ADHD samtökin eru afar þakklát fyrir þennan stuðning og þann hlýhug sem í þessu felst.
07.08.2015
ADHD samtökin bjóða á ný upp á fræðslunámskeið og ráðgjöf fyrir fullorðna með ADHD. Námskeiðið nefnist "Taktu stjórnina" og stendur í 10 klukkustundir, laugardagana 5. september og 12. september. Skráning er hafin á vef samtakanna en fjöldi þátttakenda er takmarkaður.
07.08.2015
ADHD samtökin bjóða upp á sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir stelpur í 8. til 10. bekk. Námskeiðið hefst laugardaginn 29. ágúst 2015 en foreldrakynning verður fimmtudaginn 27. ágúst.