07.04.2025
Markmið, skipulag og tímastjórnun – Hagnýtar lausnir fyrir fólk með ADHD
Þóra Hrund Guðbrandsdóttir er mark- og teymisþjálfi og eigandi Munum sem hefur síðustu 10 ár gefið út dagbækur sem hannaðar eru með það að leiðarljósi að auðvelda markmiðasetningu, tímastjórnun og efla jákvæða og þakkláta hugsun. Hún hefur haldið fjölda fyrirlestra og námskeiða um hvernig megi nýta ýmis tól til að skapa sér skýra framtíðarsýn, setja sér markmið og ásetning til að upplifa meiri lífsgleði, skapa það líf sem þig langar í, í meira jafnvægi og í minni streitu.
Að setja sér markmið er mikilvægt til að ná fram því sem við óskum okkur í lífinu. Hvort sem það tengist góðri heilsu, atvinnu, að koma verkefnum og hugmyndum í framkvæmd eða að láta drauma okkar verða að veruleika. Markmið eru ákveðin vegvísir að draumum okkar og því sem þig langar að gera, upplifa, eiga eða verða.
18.03.2025
Fræðslufundir ADHD samtakanna eru í beinu streymi fyrir félagsfólk á Facebook síðunni ADHD í beinni. Upptaka er svo aðgengileg í a.m.k. viku á eftir.
17.03.2025
Nú standa margir nemendur frami fyrri því að velja sér háskóla til að leggja stund á frekara nám við. ADHD samtökin hafa því á síðustu misserum aflað upplýsinga stöðu skólanna er varðar þjónustu við námsmenn með ADHD. Samtökin fengu til sín sálfræðinemann, Silju Karen Sveinsdóttur frá Háskólanum í Reykjavík í starfsnám á haustönn 2024 og var henni falið að afla upplýsinga frá stærstu háskólum landsins.
Markmið verkefnisins var að safna upplýsingum um hvaða stuðningur og úrræði eru í boði í háskólum hérlendis, hvað hefur reynst nemendum vel, hvernig bæta má þjónustu og mæta þörfum nemenda með ADHD og um leið styðja þá í námi. Í því skyni var spurningalisti sendur á hvern og einn skóla, ásamt því að vera fylgt eftir með samtali ef eitthvað var óskýrt. Að auki var útbúin könnun fyrir háskólanema.
10.03.2025
Aðalfundur ADHD samtakanna fór fram fimmtudaginn 6. mars 2025 í húsakynnum félagsins að Háaleitisbraut 13. Á fundinum var kjörið í stjórn samkvæmt lögum samtakanna, ársreikningar vegna 2024 afgreiddir.
10.03.2025
Aðalfundur ADHD samtakanna lýsir yfir þungum áhyggjum vegna stöðunnar í málefnum fólks með ADHD á Íslandi. Þrátt fyrir stöðugt ákall ADHD samtakanna, ítrekaðar skýrslur stjórnvalda um stöðuna og sífellt lengri biðlista eftir greiningum og meðferð, hefur ríkisvaldið lítið sem ekkert brugðist við vandanum. Þörfin á auknu fjármagni til faglegra greininga er og hefur verið æpandi, enda er biðtími barna og fullorðinna með ADHD eftir þjónustu ríkisins nú 2-10 ár – sá lengsti í gervöllu heilbrigðiskerfinu á Íslandi.
05.03.2025
ADHD samtökin bjóða uppá fræðslur og námskeið fyrir starfsfólk skóla og er ánægjulegt að bæta tónlistarskólum inn í flóruna.
19.02.2025
Nokkur sæti laus - Taktu stjórnina byrjar 5 mars!
Fræðslunámskeiðið Taktu stjórnina er fyrir fullorðna með ADHD. Frábært námskeið um lífið með ADHD og leiðir til betra lífs. Þrjú skipti, þrír tímar í senn - 5., 12. og 19. mars næstkomandi.
12.02.2025
Af óviðráðanlegum aðstæðum verðum við að fresta fræðslufundinum. Ný dagsetning verður auglýst síðar.