07.01.2026
Þitt álit skiptir máli!
ADHD Europe stendur fyrir könnun er nefnist „Understand ADHD: Impact og Future Directions“. Tilgangur hennar er að varpa ljósi á þær áskoranir sem einstaklingar með ADHD standa frammi fyrir og hvað betur mætti fara. Til þess að taka þátt í þarftu að vera orðinn 18 ára að aldri og með ADHD (hvort sem greining liggur fyrir eða ekki) og/eða foreldrar barns með ADHD.
05.01.2026
Foreldrahittingur kl. 20 í kvöld mánudaginn 5. janúar 2026
21.12.2025
Með ósk um að öll eigi gleðileg jól.
19.12.2025
Formaður ADHD samtakanna, Vilhjálmur Hjálmarsson er með vandaða og yfirgripsmikla grein í nýjsta hefti norræna geðlæknaritsins THE NORDIC PSYCHIATRIST. Yfirskrift greinarinnar er Is ADHD being over-diagnosed and over-treated in Iceland… Or is Iceland simply ahead of the rest? en þar fjallar Vilhjálmur m.a. um ADHD greiningar, lyfjamál og þjónustu við fólk með ADHD á Íslandi og ber saman við stöðuna í öðrum löndum. Fjöldi annarra áhugaverðra greina um ADHD er að finna í tímaritinu.
10.12.2025
Námskeið ADHD samtakanna á vorönn 2026
09.12.2025
Síðasti fræðslufundur ársins kl. 20 miðvikudaginn 10. desember í streymi fyrir félagsfólk
21.11.2025
Minna tuð - meiri tenging var yfirskriftin á fræðslufundi á Akureyri sem fór fram í Hlíðarskóla. Góð mæting var á fundinn sem fjallaði um mikilvægi skilnings og tengingar fyrir aðstandendur barna með ADHD.
13.11.2025
ADHD samtökin hafa gefið út nýjan fræðslubækling er nefnist „Stúlkur, konur og ADHD“. Honum er ætlað að varpa ljósi á stöðu stúlkna og kvenna með ADHD og hvernig ADHD hefur áhrif á líf þeirra. Birtingarmyndir ADHD koma fram með öðrum hætti hjá stúlkum og drengjum sem iðulega gerir það að verkum að umhverfið áttar sig ekki á þeim erfiðleikum sem stúlkur og konur glíma við dag hvern. Áhrif ADHD eru margvísleg og snerta mörg svið í þeirra lífi. Bæklingurinn er gefin út á íslensku og ensku.
12.11.2025
Elín H. Hinriksdóttir og Inga Aronsdóttir ræddu um ADHD tengt stúlkum og konum.
03.11.2025
Málþing ADHD samtakanna og Sjónarhóls Ráðgjafarmiðstöðvar fór fram föstudaginn 31. október og var lokaviðburðurinn í vitundarmánuði um ADHD.
Uppselt var í sal og um 200 manns fylgdust með í streymi.