Barnaheill - Save the Children á Íslandi halda úti fræðsluvefnum verndumbörn.is. Samtökin hafa gefið út nýjan upplýsingabækling um vefinn og ofbeldi gegn börnum. Hægt er að nálgast bæklinginn endurgjaldslaust á skrifstofu
Barnaheilla eða panta hann á barnaheill@barnaheill.is.
Á verndumborn.is er að finna upplýsingar um vanrækslu og hvers kyns ofbeldi gegn börnum;
líkamlegt, andlegt og kynferðislegt, um einelti, um ofbeldi á neti og um börn sem búa við ofbeldi á heimili. Þar eru upplýsingar um einkenni og
afleiðingar ofbeldis og hvert beri að leita ef grunur er um ofbeldi gegn börnum.
Samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og öðrum íslenskum lögum eiga öll börn rétt á vernd gegn hvers kyns
ofbeldi og ber fullorðnum að sjá til þess að þau fái þá vernd og aðstoð ef þau hafa verið beitt ofbeldi.
Allir eru skyldugir til að tilkynna ef þeir hafa grun eða vitneskju um ofbeldi eða vanrækslu á börnum eða að barn búi við óviðunandi
uppeldisaðstæður.