30.03.2021
Við minnum á aðalfund ADHD samtakanna í kvöld, fimmtudaginn 29. apríl kl. 20:00. Dagskrá verður í samræmi við lög samtakanna.
30.03.2021
Í kvöld, miðvikudaginn 7. apríl kl. 20:30-22:00 stýrir Dr. Drífa B. Guðmundsdóttir, sálfræðingur umræðum um ADHD og svefnmál barna. Spjallfundinum verður streymt beint í lokaðann hóp skuldlausra félagsmanna ADHD samtakanna ADHD í beinni: https://www.facebook.com/groups/613013522504922
23.03.2021
ADHD Austurland býður upp á opinn fyrirlestur á spjallfundi með þeim Sigurlínu H. Kjartansdóttur sálfræðingi og Steinunni Ástu Lárusdóttur sálfræðingi. Fjallað verður um ADHD greiningar hjá fullorðnum og börnum. Fundurinn fer fram á REYÐARFIRÐI að Austurbrú, Búðareyri 1. miðvikudaginn 24. mars kl. 20:00. Fundurinn er öllum opinn á meðan húsúm leyfir!
22.03.2021
ADHD samtökin bjóða upp á opinn spjallfund um samskipti foreldra og barna með ADHD á Akureyri, á morgun 23. mars nk. kl. 17:30. Fundurinn verður haldinn í í Grófinni, Hafnarstræti 95 og er ætlaður foreldrum/forráðamönnum barna og öðrum aðstandendum fólks með ADHD og öllu öðru áhugafólki um uppbyggileg og gagnleg samskipti i uppeldi barna. Mætum og tökum með okkur gesti.
16.03.2021
*Við minnum á spjallfundinn í kvöld! ADHD Eyjar halda opinn spjallfund í Vestmannaeyjum um Áhrif ADHD á sjálfsmynd barna, fimmtudaginn 18. mars kl. 17:30-19:00. Fundurinn er öllum opinn á meðan húsúm leyfir og fer hann fram í fundarsalnum á flugvelli Vestmannaeyja (gengið er inn vestanmegin).
Ragnheiður Sæmundsdóttir sálfræðingur mun í erindi sínu fjalla um áhrif ADHD á sjálfsmynd barna og ungmenna og með hvaða hætti hægt er að hafa uppbyggileg og jákvæð áhrif á þróun sjálfsmyndar hjá barni með ADHD greiningu. Umfjöllunin miðar einnig að styðjandi og hvetjandi þáttum í nærumhverfi barns sem stuðla að góðum samskiptum og tengslamyndun gagnvart jafnöldrum, hvetjandi námsumhverfi og góðri geðheilsu.
16.03.2021
ADHD samtökin halda opinn spjallfund í Reykjavík um ADHD og lyf, miðvikudaginn 17. mars kl. 20:30. Vilhjálmur Hjálmarsson varaformaður ADHD samtakanna heldur framsögu. Fundurinn er öllum opinn á meðan húsúm leyfir og fer hann fram í húsakynnum ADHD samtakanna að Háaleitisbraut 13, 4. hæð. Fundinum verður jafnframt streymt beint til skuldlausra félagsmanna á ADHD í beinni. Verið velkomin í fræðslu um lyfjamálin í tengslum við ADHD.
15.03.2021
Úrvalið af ADHD vörum er stöðugt að aukast í vefverslun ADHD samtakanna. Ný pop it - push up form, fikt-púðar, fikt-lyklakippur, fikt-teningar og nýjar útrásarteygjur fyrir hendur, stóla og borð. Félagsmenn ADHD samtakanna fá allt að 25% afslátt - sendum hvert á land sem er.
11.03.2021
FJARNÁM / STAÐNÁM - SKRÁNING STENDUR YFIR!
TÍA - tómstundir, íþróttir og ADHD, er nýtt námskeið ADHD samtakanna fyrir þjálfara, tómstundafulltrúa og aðra sem koma að skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi barna, með sérstakri áherslu á þátttöku barna með ADHD. Skráning er hafin en námskeiðið verður haldið 19. maí og 2. júni nk.
Námskeiðið er í höndum reynslumikilla fagaðila á sviðinu. Það eru þau Jakob Frímann Þorsteinsson, MA í náms- og kennslufræðum, Vanda Sigurgeirsdóttir MA í uppeldis- og menntunarfræðum og Bóas Valdórsson klínískur sálfræðingur sem hafa veg og vanda að námskeiðinu. Vanda og Jakob starfa við HÍ og hjá KVAN og Bóas starfar sem sálfræðingur við MH.
Notið tækifærið og fáið praktíska nálgun á að vinna með öllum hópunum - líka með krökkum með ADHD - í starfi ykkar í sumar
08.03.2021
Áfram stelpur hefst 19. apríl 2021
ADHD samtökin taka á móti skráningum á fræðslu- og sjálfsstyrkingarnámskeiðið – Áfram stelpur! Námskeiðið stendur í 10 klukkustundir - fjögur skipti, 2,5 klukkukstundir í senn og verður það haldið 19. og 26. apríl og 3. og 10. maí 2021 (sjá nánar skipulag hér fyrir neðan).
Fjöldi þátttakenda er takmarkaður - fyrstur kemur, fyrstur fær!
Markmið námskeiðs:
Námskeiðinu er ætlað að veita fræðslu um ADHD einkenni kvenna, algengar fylgiraskanir þeirra og ólíkar birtingarmyndir röskunarinnar. Áhersla er lögð á þau hugrænu ferli sem liggja að baki algengum áskorunum sem einstaklingar með ADHD mæta í daglegu lífi, hvort sem er í námi, starfi, heimilislífi, félagslegum samskiptum eða uppeldi. Markmið námskeiðsins er að styrkja konur með ADHD í markmiðasetningu, áætlanagerð og skipulagi með það fyrir augum að draga úr streitu og vanmáttarkennd. Námskeiðinu er ætlað að fræða konur um ýmis verkfæri sem nýst geta í þessum tilgangi og veita þjálfun í notkun þeirra í gegnum samtöl og verkefnavinnu.
08.03.2021
AUKANÁMSKEIÐ! á námskeiðið TAKTU STJÓRNINA sem er fyrir fullorðna, bæði kynin og hefst í maí næstkomandi.
Skráning er hafin á hið sívinsæla færninámskeið ADHD samtakanna - Taktu stjórnina! sem verður haldið þriðjudagana 18. og 25. maí og 1. og 8. júní 2021 (sjá nánar töflu hér fyrir neðan)
Námskeiðið stendur í 10 klukkustundir - fjögur skipti, 2 og 1/2 klukkukstund í senn frá kl. 19:30-22:00 alla dagana.
Markmiðið er að veita fullorðnum með ADHD helstu upplýsingar um einkenni ADHD og ólíkar birtingarmyndir röskunarinnar. Styrkja einstaklingana í að skipuleggja líf sitt, ná utan um það sem kannski áður hefur farið forgörðum, vinna á streitu og kvíða með upplýsingum, samtölum og æfingum. Veita þátttakendum ákveðin tæki til að líða betur með ADHD í sínu lífi. Setja sér skynsamleg markmið og raunhæfar kröfur. Afraksturinn er betri einstaklingur, huganlega betra og ánægðara foreldri, maki, starfsmaður og borgari.
Fjöldi þátttakenda er takmarkaður - fyrstur kemur, fyrstur fær!