20.10.2020
Enn er hægt að skrá sig á fræðslunámskeið fyrir aðstandendur 13-18 ára barna með ADHD sem verður haldið 21. og 28. nóvember næstkomandi. Námskeiðið verður haldið í gegnum fjarfundarbúnað og ef COVID aðstæður leyfa, í húsnæði ADHD samtakanna, Háaleitisbraut 13 í Reykjavík. Vinsamlegast sendið áfram til þeirra sem málið varðar.
16.10.2020
Hvað er ADHD? Í tilefni af alþjóðlegum vitundarmánuði fólks með ADHD birta ADHD samtökin ný kynningarmyndbönd, þar sem leitast verður við að svara þessari spurningu og mörgum öðrum, tengdum ADHD. Fólk með ADHD og sérfræðingar miðla af reynslu sinni og þekkingu og vonandi verða áhorfendur margs vísari.
01.10.2020
Október er alþjóðlegur vitundarmánuður fólks með ADHD. Til að marka upphaf vitundarmánaðarins afhenti framkvæmdastjóri ADHD samtakanna, Hrannar Björn Arnarsson, Félags- og barnamálaráðherra , Ásmundi Einari Daðasyni, fyrsta endurskinsmerki ADHD samtakanna árið 2020. Endurskinsmerkið verður selt víða um land næstu vikur. Takið vel á móti sölufólki samtakanna - athygli - já takk!