28.04.2014
ADHD samtökin hvetja félagsmenn sína til að fjölmenna í kröfugöngu næstkomandi fimmtudag, 1. maí. Í ár hefur Öryrkjabandalag Íslands, sem ADHD samtökin eru aðili að, ákveðið að setja baráttuna um fordómalaust samfélag – betra samfélag fyrir alla á oddinn.
22.04.2014
Vídeóspjall í kvöld, þriðjudaginn 22. apríl kl. 20 á Háaleitisbraut 13, 4.hæð. Sýndur verður lokaþátturinn í seríunni Comprehensive Guide, Að lifa með ADHD.
16.04.2014
Í kvöld kl.20 verður vídeóspjall á Háaleitisbraut 13 4. hæð. Sýndur verður annar hluti heimilidarmyndarinnar Comprehensive Guide og heitir sá hluti Embracing the Diagnosis.
11.04.2014
Til er fjöldi rannsóknarverkefna um ADHD sem unnin hafa verið í íslenskum háskólum á síðustu árum. Nú hafa ADHD samtökin tekið saman lista yfir þessi verkefn og er hann aðgengilegur á heimasíðunni.
08.04.2014
Spjallfundur fyrir fullorðna í kvöld kl. 20.30, Háaleitisbraut 13, 4.hæð. Elín H. Hinriksdóttir mun leiða spjall um ADHD og maka.
01.04.2014
Við efnum til spjallfundar fyrir foreldra og forráðamenn, miðvikudag 2. apríl kl. 20:30. Dr. Drífa Björk Guðmundsdóttir, sálfræðingur leiðir fundinn en yfirskrift hans er "ADHD og systkini".
01.04.2014
Bókasafn ADHD samtakanna hefur nú verið skráð að mestu leyti og listi yfir bókakostinn settur á netið. ADHD samtökin eiga nokkuð gott safn bóka um ADHD og tengd málefni og er hægt er að fá lánuð eintök úr safninu í tiltekinn tíma.