Mamma Eyþórs Inga - Hann er einlægur og ljúfur

"Hann er ofboðslega einlægur og ljúfur," segir Guðbjörg Stefánsdóttir móðir hans. "Hann á það til að vera utan við sig, hann er mikill sveimhugi þessi elska enda á hann við athyglisbrest að stríða."

Endurgreiðsla vegna mikilla útgjalda

Einstaklingar sem hafa orðið fyrir miklum útgjöldum vegna læknishjálpar, lyfja eða þjálfunar og eru tekjulágir, geta átt rétt á endurgreiðslu á hluta kostnaðar hjá Tryggingastofnun ríkisins.

Þegar aldurinn skiptir máli

"Börn sem eru eldri en 12 ára og með vísbendingar um ADHD eiga því ekki kost á sömu þjónustu og yngri börnin, og því er ljóst að börnum á Íslandi er ekki aðeins mismunað á grundvelli alvarleika vandans en einnig aldurs.," skrifar Drífa Jenný Helgadóttir á visir.is í dag.

Vitundarvakning ADHD: Forsetinn keypti fyrsta armbandið

Vitundarvakningu ADHD samtakanna var ýtt úr vör í dag en átakið hófst með sölu á armböndum. Forseti Íslands, Hr. Ólafur Ragnar Grímsson keypti fyrsta armbandið af Ellen Calmon, framkvæmdastjóra ADHD samtakanna á Bessastöðum.

Lyfjakaupendur geta dreift kostnaði í nýju kerfi

Einstaklingar sem eiga í erfiðleikum með að greiða lyf vegna lágra tekna eða óvænts lyfjakostnaðar geta dreift greiðslum. samkvæmt samkomulagi milli lyfsala og Sjúkratrygginga Íslands. Kostnaðardreifingin verður einstaklingum að kostnaðarlausu.

Samningur um starfsemi ADHD samtakanna undirritaður við velferðarráðuneytið

Meginmarkmið samningsins er að styrkja ADHD samtökin til að vinna að því markmiði sínu að börn og fullorðnir með athyglisbrest, ofvirkni og skyldar raskanir mæti skilningi alls staðar í samfélaginu og fái þjónustu sem stuðlar að félagslegri aðlögun þeirra, möguleika í námi og starfi og almennt bættum lífsgæðum.

Núll-merkt lyf falla undir greiðsluþátttöku ef einstaklingar hafa lyfjaskírteini frá SÍ:

Lyf sem ADHD einstaklingar taka, munu eftir 4. maí næstkomandi, falla undir greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands (SÍ), að því gefnu að viðkomandi einstaklingur hafi lyfjaskírteini. Þetta er áréttað vegna fyrirspurna félagsmanna um svokallaða núll merkingu ADHD lyfja í lyfjaskrá.

Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins: Tilnefning ADHD samtakanna

Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins voru afhent við hátíðlega athöfn á dögunum en ADHD samtökin fengu í ár tilnefningu í flokknum "Til atlögu gegn fordómum". Það er mikill heiður að fá tilnefningu og í henni felst viðurkenning á starfi ADHD samtakanna.

Nýtt greiðsluþátttökukerfi vegna kaupa á lyfjum: Helstu atriði

Kynningar fara nú fram á nýju greiðsluþátttökukerfi vegna kaupa á lyfjum. Breytingin tekur gildi 4. maí 2013. Meginmarkmiðið er að auka jafnræði milli einstaklinga óháð sjúkdómum og draga úr lyfjakostnaði þeirra sem þurfa að nota mikið af lyfjum. Nýja kerfið er þrepaskipt og þak er sett á heildarlyfjakostnað.

Greiðsluþátttaka vegna lyfjakaupa: Kynningarfundur á Akureyri

Fimmtudaginn 18. apríl kynna fulltrúar Sjúkratrygginga Íslands á Akureyri, nýtt greiðsluþátttökukerfi vegna lyfjakaupa og þær breytingar sem felast í kerfinu og tengjast ADHD. Fundurinn verður í sal Ökuskólans í Sunnuhlíð á Akureyri. Gengið er inn frá Skarðshlíð, upp á 2. hæð. Fundurinn hefst klukkan 20:30. Allir eru velkomnir, aðgangur er ókeypis og heitt verður á könnunni.