Magnaður fyrirlestur Marks

Fyrirlestur Mark Patey í Safnaðarheimili Neskirkju í gærkvöld tókst frábærlega. Rúmlega 70 manns mættu og hlýddu á erindi hans, sem var í senn fræðandi og gríðarskemmtilega fram sett. 

Patey fjallaði um hvernig hann hefur nýtt kosti ADHD í lífi sínu og starfi en hann á og rekur fjölda fyrirtækja, m.a. BlueStep Technologies, 4Care Pharmacies, og Growth Climate Relationship Education and Therapy Centers. Patey segir ADHD eina verðmætustu vöggugjöfina sem hann hlaut. Röskunin hafi gert honum kleift að hugsa út fyrir boxið og þar með að finna lausnir á vandamálum sem hann hefði trúlega ekki annars fundið.

 

Myndir frá fyrirlestri Mark Patey í Neskirkju