ADHD samtökin bjóða félagsmönnum og öðrum upp á athyglisverðan fyrirlestur í
ágúst.
Mark Patey, viðskiptamaður í Bandaríkjunum heimsækir Ísland í ágúst og féllst á að flytja fyrirlestur fyrir ADHD
samtökin. Patey mun fjalla um hvernig hann hefur nýtt kosti ADHD í lífi sínu og starfi en hann á og rekur fjölda fyrirtækja, m.a. BlueStep
Technologies, 4Care Pharmacies, og Growth Climate Relationship Education and Therapy Centers.
Patey er fæddur í Salem, Oregon árið 1972. Hann var greindur með ADHD í grunnskóla og var þá settur í sérdeild með andlega
fötluðum einstaklingum og einstaklingum sem þá voru almennt kallaðir vandræðaunglingar. Mark Patey fór sínar leiðir og stofnaði sitt fyrsta
fyrirtæki aðeins 15 ára gamall. Sex árum síðar hafði Patey hundruð manna í vinnu og hefur síðan stofnað tugi farsælla
fyrirtækja.
Mark Patey segir ADHD eina verðmætustu vöggugjöfina sem hann hlaut. Röskunin hafi gert honum kleift að hugsa út fyrir boxið og þar með að
finna lausnir á vandamálum sem hann hefði trúlega ekki annars fundið.
Dagsetning: 21. ágúst 2013
Tímasetning: kl. 18:00
Staður: Safnaðarheimili Neskirkju
Verð: Kr. 500 fyrir félagsmenn – kr. 1.500 fyrir aðra
Skráning við innganginn