ADHD samtökin eru ein þeirra samtaka sem Mýrarboltamenn fyrir Vestan völdu til þátttöku í herferð sem hrundið var af stað í dag.
Þekkt andlit úr ýmsum áttum mættu í stúdío og létu kasta eins og einni fötu af leðju framan í sig, allt í
þágu góðra málefna. Árangurinn má sjá á myndböndum HÉR
Annars vegar er ætlunin með herferðinni að vekja athygli á málefnum hverra samtaka fyrir sig og hins vegar að leggja samtökunum fjárhagslegt
lið. Fjármunir sem aðstandendur Mýrarboltans á Ísafirði leggja til málefnisins, skiptast í réttu hlutfalli við val netnotenda.
Ef þú vilt skoða skemmtileg myndbönd og um leið leggja ADHD samtökunum lið farðu þá inn á ÞESSA VEFSÍÐU veldu ADHD samtökin og deildu sem víðast á Facebook. Þannig leggurðu ADHD samtökunum lið.