Sumarlokun

Skrifstofa ADHD samtakanna verður lokuð vegna sumarleyfa frá 15. júlí. Við opnum aftur þriðjudaginn 6. ágúst.

Myndband frá afmælishátið ADHD

Skemmtilegt myndband Margrétar Jochumsdóttur frá afmælishátíð ADHD samtakanna í Guðmundarlundi er komið á vefinn. Njótið vel :)

Ráðherra vill tryggja geðheilbrigðisþjónustu við börn og ungmenni á Norður- og Austurlandi:

ADHD samtökin fagna þeirri áherslu sem Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra hefur lagt á að tryggja geðheilbrigðisþjónustu barna og ungmenna á Norður- og Austurlandi. ADHD samtökin binda vonir við að allir, sem að málinu þurfa að koma, leggist á eitt svo ljúka megi málinu hið fyrsta. Málið var rætt á Alþingi í vikunni.

Myndir frá afmælishátíð ADHD samtakanna

Tvö ný myndaalbúm eru nú komin á vefinn. Annars vegar eru myndir frá afmælishátíð ADHD samtakanna í Guðmundarlundi í Kópavogi og hins vegar myndir frá afmælishátíðinni að Hömrum ofan Akureyrar.

Hlaupum til góðs: Opnað fyrir áheitasöfnun í Reykjavíkurmaraþoni

ADHD samtökin eru eitt 74 góðgerðarfélaga sem þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka geta hlaupið fyrir í ágúst næstkomandi. Þrítugasta Reykjavíkurmaraþonið fer fram laugardaginn 24. ágúst og er áheitasöfnun hafin.

Afmælisfagnaður í regni og sól

25 ára afmæli ADHD samtakanna var fagnað að Hömrum við Akureyri og í Guðmundarlundi í Kópavogi á sunnudag. Eftirfarandi frétt birtist á mbl.is

Laddi: Ég var með athyglisbrest, sem þá var kallað að vera tossi

Ég var með hugann alls staðar annars staðar en við námið. Ég var farinn að halda að ég gæti ekki lært og það var ekki fyrr en ég ákvað að fara í Iðnskólann sem mér fór að ganga vel í námi. Þá var ég að læra fyrir sjálfan mig. Um leið áttaði ég mig á því að ég væri kannski ekki svo vitlaus og öðlaðist meira sjálfstraust.

Spjallfundur fyrir fullorðna: Ánægjulegra sumarfrí

Við minnum á spjallfund ADHD samtakanna fyrir fullorðna miðvikudaginn 29.maí. Fundurinn verður í húsnæði ADHD samtakanna, Háaleitisbraut 13 - 4.hæð og hefst klukkan 20:30. Yfirskrift fundarins er: Ánægjulegra sumarfrí Björk Þórarinsdóttir, formaður ADHD samtakanna leiðir fundinn að þessu sinni. Allir velkomnir í ókeypis kósý kaffistemmningu :)

Tannlækningar barna: Foreldrar greiða 2.500 króna komugjald - Mikilvægt að skrá heimilistannlækni

Samkvæmt nýjum samningi Sjúkratrygginga Íslands og Tannlæknafélags Íslands, verða tannlækningar barna greiddar að fullu af SÍ fyrir utan 2.500 kr. árlegt komugjald. Forsenda greiðsluþátttöku SÍ er skráning heimilistannlæknis.

Spjallfundur í kvöld - Ánægjulegra sumarfrí

Minnt er á spjallfund ADHD samtakanna fyrir foreldra og forráðamenn í kvöld, miðvikudag 22.maí. Fundurinn verður í húsnæði ADHD samtakanna, Háaleitisbraut 13 - 4.hæð og hefst klukkan 20:30.