22.10.2013
Geðheilsustöð Breiðholts og Hugarafl bjóða til fræðslufundar fimmtudaginn 31. október kl. 17 til 19 undir yfirskriftinni "Hvernig bæti ég geðheilsu mína og annarra?". Fundurinn fer fram í félagsmiðstöðinni Árskógum 4 og er öllum opinn.
21.10.2013
Hversu oft hefur þú heyrt athugasemdir eins og “ADD/ADHD er bara afsökun”? Efasemdarmenn hafa haldið því fram að ekki sé um raunverulega röskun að stríða heldur afsökun fyrir slæmri hegðun eða náms- og atvinnutengdum erfiðleikum. Þótt hugsanlega megi nota ADHD sem afsökun, er vænlegra að hugsa um það sem skýringu, sem auðveldar einstaklingum með ADHD að taka aukna ábyrgð á eigin erfiðleikum og ná stjórn á einkennunum.
19.10.2013
Ellen Calmon, framkvæmdastjóri ADHD samtakanna var kjörin formaður Öryrkjabandalags Íslands á aðalfundi ÖBÍ sem fram fór í dag. Ellen hlaut 50 atvkæði en Guðmundur Magnússon, fráfarandi formaður hlaut 46 atkvæði. Tveir seðlar voru auðir og ógildir.
18.10.2013
„Mér vitanlega er ég eini presturinn innan Þjóðkirkjunnar sem hlustar á dauðarokk. Ég hef sérstaka unun af sænsku dauðarokki,“ segir séra Sigurvin Lárus Jónsson í bráðskemmtilegu viðtali við Fréttatímann í dag. Hann bætir við, „Það er miklu betra en norskt dauðarokk.“
16.10.2013
Eyþór Ingi er í skemmtilegu spjalli við DV í dag. Hann segir athyglisbrestinn stundum til vandræða en honum fylgi einnig ýmsir kostir.
16.10.2013
Umfjöllun um ADHD samtökin var meðal efnis í nýjum þætti sjónvarpsstöðvarinnar N4, "Borgarinn", sem fór í loftið síðastliðinn miðvikudag.
11.10.2013
Þann 1. desember næstkomandi tekur gildi breyting á nýja lyfjagreiðsluþátttökukerfinu með aukinni sjálfvirkni til einföldunar, jafnt fyrir lyfjanotendur og lækna.
10.10.2013
Meira en fimmti hver einstaklingur glímir við einhvers konar geð- eða taugasjúkdómaröskun, á efri árum, svo sem geðraskanir eða þunglyndi. Þema Alþjóða geðheilbrigðidagsins að þessu sinni er “Geðheilsa á efri árum”.
10.10.2013
"Ein megináherslan í starfi Öryrkjabandalags Íslands á að vera samstarf og samningsumleitanir fyrir samfélagið, með áherslu á samræðu milli stjórnvalda, félaga sjúkra og fatlaðra og atvinnulífsins um lausnamiðaðar tillögur," segir m.a. í grein sem Ellen Calmon, framkvæmdastjóri ADHD samtakanna skrifar í Fréttablaðið í dag.
09.10.2013
Umfjöllun um ADHD samtökin er meðal efnis í nýjum þætti sjónvarpsstöðvarinnar N4, "Borgarinn", sem fer í loftið klukkan 18:30 í kvöld.