Kvíðameðferðarstöðin auglýsir námskeið þar sem veitt er fræðsla um athyglisbrest á fullorðinsárum og kenndar
leiðir til að draga úr hamlandi áhrifum athyglisbrests með bættu skipulagi, athygli, minnistækni, tímastjórnun og bjargráðum við
frestunaráráttu. Námskeiðið hefst 5. september og verður á fimmtudagseftirmiðdögum frá 15 til 17. Um er að ræða 7 skipti sem
samsvarar 14 tímum alls, sex skipti vikulega og eitt skipti mánuði síðar.
Markmið er að þátttakendur nái að nýta hæfileika sína, öðlist aukið öryggi og geti dregið úr kvíða
með aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar. Að auki er hugað að bættum tengslum við fjölskyldu og vini.
Verð námskeiðs er kr. 49.000. Sjúkrasjóðir stéttarfélaga kunna að niðurgreiða námskeiðið.
Fólk þarf ekki að hafa hlotið greiningu á athyglisbresti með eða án ofvirkni (ADHD) til að koma á námskeiðið og má
sækja námskeiðið hvort sem það er á lyfjum við röskuninni eða ekki. Til að sækja námskeiðið þarf hins vegar að
koma í matsviðtal til leiðbeinenda námskeiðs, áður en námskeiðið hefst. Matsviðtalið kostar kr. 13.000 aukalega og er þar metið
hvort námskeiðið geti komið að gagni.
Sjá nánar á vef
Kvíðameðferðarstöðvarinnar