Hvernig bæti ég geðheilsu mína og annarra? - Opin fræðsla fyrir almenning

Geðheilsustöð Breiðholts og Hugarafl bjóða til fræðslufundar fimmtudaginn 31. október kl. 17 til 19 undir yfirskriftinni "Hvernig bæti ég geðheilsu mína og annarra?". Fundurinn fer fram í félagsmiðstöðinni Árskógum 4 og er öllum opinn.

Aðalfyrirlesari er Auður Axelsdóttir iðjuþjálfi og forstöðumaður Hugarafls. Hún mun fjalla um hugtakið valdeflingu og lausnir til bata.

Einnig mun Þórey Guðmundsdóttir meistaranemi í félagsráðgjöf segja frá sinni reynslu af batamódeli og valdeflingu eftir að hafa glímt við geðröskun. 

Allir velkomnir og er aðgangur er ókeypis.
Fyrirlesturinn er haldinn í sal félagsmiðstöðinni Árskógum 4 og hefst klukkan 17:00

 

Vefsíða Hugarafls